Skýrsla um rekstur grunnskóla í Rangárþingi ytra

Skýrsla um rekstur grunnskóla í Rangárþingi ytra

Á 43. fundi sveitarstjórnar þann 1. febrúar 2013 var skipað í nefnd til skoðunar á tölfræði og hagkvæmni í rekstri grunnskóla Rangárþings ytra. Í nefndina voru skipuð þau Hulda Karlsdóttir og Heimir Hafsteinsson. Skýrslunni var skilað inn til sveitarstjóra þann 8. maí 2013 og lögð fram á 48. fundi sveitarstjórnar þann 13. maí 2013.
readMoreNews
Skólaslit Grunnskólans á Hellu 2013

Skólaslit Grunnskólans á Hellu 2013

Eins og fram kemur í færslu á heimasíðu Grunnskólans á Hellu voru skólaslit þann 28. maí í íþróttahúsinu. Að venju voru hin ýmsu verðlaun veitt, t.d. fyrir íþróttakeppnir og skák. Hápunkturinn var svo þegar glæsilegir 10. bekkingar stigu á svið og tóku við prófskírteinunum sínum.
readMoreNews
Krakka- og unglingatímar hjá GHR í sumar

Krakka- og unglingatímar hjá GHR í sumar

Hjá unglingastarfi GHR byrjar sumarið mánudaginn 10. Júni n.k og verða ungliðatímar á mánudögum kl. 13:00 - 14:00 og á miðvikudögum kl. 17:00 -18:00. Gylfi Sigurjónsson íþróttakennari og golfkennari sér um starfið í sumar. Farið verður í allt sem tengist golfinu og Golfklúbburinn leggur til kylfur fyrir þá krakka sem ekki eiga sett en þeir sem eiga kylfur komi endilega með sínar með sér.
readMoreNews
Tómstundanámskeið UMF Heklu

Tómstundanámskeið UMF Heklu

Íþrótta og tómstundanámskeið verður á vegum Umf. Heklu í 3 vikur í sumar, frá 3. – 21. Júní  á virkum dögum frá kl: 8.00 til 12.00. Ef næg þátttaka verður er möguleiki á að annað námskeið verði í 2 vikur í ágúst. Vinsamlegast látið vita af áhuga við skráningu.
readMoreNews
Vorhátíð leikskólans Heklukots og viðurkenning Heilsuskólans

Vorhátíð leikskólans Heklukots og viðurkenning Heilsuskólans

Vorhátíð leikskólans Heklukots var haldin laugardaginn 25. maí 2013. Börnum, foreldrum og gestum var boðið upp á pylsur og ávaxtadrykki og tókst hátíðin vel. Einnig var Heklukoti veitt viðurkenning Heilsuskólans. Sigríður Birna, fyrrverandi leikskólastjóri, var heiðursgestur en hún kom verkefninu á fót.
readMoreNews
Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar lýsingar að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Jarlsstaðir, Stóru-Völlum og Iðnaðarsvæði við Þykkvabæ. Lýsingarnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu.
readMoreNews
Sumar í Odda 2013

Sumar í Odda 2013

Sumar í Odda er fimm kvölda menningardagskrá styrkt af Menningarráði Suðurlands á vegum Kirkjukórs Odda og Þykkvabæjar. Dagskrá sumarsins verður sem hér segir...
readMoreNews
Oddastefna, árlegt málþing Oddafélagsins

Oddastefna, árlegt málþing Oddafélagsins

Árleg Oddastefna Oddafélagsins verður haldin í Safnaðarheimili Oddakirkju Dynskálum 8 á Hellu og í Odda á Rangárvöllum laugardaginn 25. maí 2013 frá kl. 13.30 til 17.00. Oddastefnustjórar eru Sr. Guðbjörg Arnardóttir og Drífa Hjartardóttir. Dagskrá fylgir með hér neðar.
readMoreNews
Slæm umgengni á gámasvæði við Landvegamót

Slæm umgengni á gámasvæði við Landvegamót

Á gámasvæði sveitarfélagsins við Landvegamót sem kynnt er hér á heimasíðunni eru 3 gámar sem ætlaðir eru fyrir bylgjupappa og almennt heimilissorp. Gámarnir við Landvegamót eru merktir og hefur þetta fyrirkomulag gengið ágætlega í vetur. Nú nýverið var hins vegar komið annað hljóð í strokkinn.
readMoreNews
Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar lýsingar að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum. Lunansholt 2, Landsveit, Stóra-Bót, Rangárvöllum, Hungurfit, Rangárvallaafrétti og Jarlsstaðir, Stóru-Völlum.
readMoreNews