Árlegt málþing Oddafélagsins, hið tuttugasta og þriðja frá 1992, verður haldið í Frægarði hjá Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti fimmtudaginn 28. maí n.k.
Skólaslit tónlistarskólans verða 21. maí í Hvolnum. Þau hefjast kl. 17:00. Afhentar verða einkunnir og umsagnir. Einnig verða veittar viðurkenningar fyrir bestu ástundun og hæstu einkunn í áfangaprófum.
29. maí - 21. júní verður hreinsunarátak í sveitum á vegum Sorpstöðvar Rangárvallasýslu og verða gámar á gámasvæðum í Rangárþingi ytra dagana 8. - 21. júní.
Laugardaginn 9. maí sl. var haldinn sameiginlegur íbúafundur Ásahrepps og Rangárþings ytra þar sem farið var yfir samstarfsverkefni sveitarfélaganna. En sveitarfélögin hafa lengi haft með sér samstarf um margvísleg verkefni.
Kvennakórinn Ljósbrá heldur tvenna tónleika og fagnar um leið 25 ára afmæli sínu. Fyrri tónleikarnir verða í Hvoli Hvolsvelli föstudagskvöldið 8. maí og hefjast kl. 20:00. Seinni tónleikarnir verða haldnir í Áskirkju Reykjavík laugardaginn 9. maí kl. 16:00.