Þegar Kristinn Guðnason bóndi í Árbæjarhjáleigu 2 og fjallkóngur á Landmannaafrétti kom í fjárhúsin í kvöld sá hann að ein ærin var eitthvað undarleg. . .
Íþróttaskóli fyrir börn á leikskólaaldri verður í íþróttahúsinu Hellu á laugardögum í vetur frá kl. 10:00 - 11:00.
Fyrsti tími eftir áramót er núna laugardaginn 16.1.
Miðvikudaginn, 20. janúar nk. kl. 16:00 býður starfshópur um Friðland að Fjallabaki til fundar í húsnæði safnarðarheimili Oddasóknar, Dynskálum 8, 850 Hellu.
Ef svarið er já, þá átt þú erindi á umræðufund um óáþreifanlegan menningararf og kynningu á sáttmála UNESCO um verndun hans. 21. - 23. janúar verða haldnir fjórir umræðu- og kynningarfundir á suðurlandi um óáþreifanlegan menningararf (menningarerfðir) og sáttmála UNESCO um verndun hans.
Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum
Greiðslurnar eru fyrir börn á aldrinum 9-18 mánaða sem eru ekki á leikskóla á vegum Odda bs. hvort heldur sem er vegna þess að ekki er pláss í daggæslu eða að foreldrar velja að hafa börnin heima fyrst í stað. Þeir sem eiga. . .
Börn, öryrkjar og eldri borgarar í Rangárþingi ytra og Ásahreppi fá gefins árskort í sund.
Börn, öryrkjar og eldri borgarar í Rangárþingi ytra og Ásahreppi fá gefins árskort í sund. Þetta gildir bæði í sundlaugina á Hellu og sundlaugina á Laugalandi óháð því í hvoru sveitarfélaginu viðkomandi er búsettur.
Skv 2.mgr.10.gr laga um húsaleigubætur nr. 138/1997 skal sækja um húsaleigubætur fyrir hvert almanaksár og gildir umsóknin til ársloka. Umsókn skal hafa borist skrifstofu Rangárþings ytra, Suðurlandsvegi 1, 850 Hellu, eigi síðar en 15. janúar 2016