Eitt af verkefnum tengdum ný útgefinni atvinnu- og nýsköpunarstefnu sveitarfélagsins er samkeppni um slagorð sveitarfélagsins. Þar er lagt upp með samkeppni um slagorð Rangárþings ytra meðal íbúa sem endurspeglar m.a. þá framtíðarsýn sem lagt er upp með í stefnunni.
Framtíðarsýn stefnunnar er
"Rangárþing ytra er heilbrigt og aðlaðandi samfélag sem laðar að íbúa og fyrirtæki, þar sem jákvæður andi knýr áfram nýsköpun og fjölbreytt atvinnulíf í fallegu umhverfi"
Dæmi um slagorð sveitarfélaga eru:
Ölfus - hamingjan er hér
Árborg - lifandi samfélag í alfaraleið!
Hornafjörður - þín heimahöfn
Hægt er að skila inn tillögu um slagorð með því að smella hér.
Atvinnu-, jafnréttis- og menningarmálanefnd velur þrjú bestu slagorðin og veitir glæsileg verðlaun - það er því til mikils að taka þátt!
Atvinnu- og nýsköpunarstefnu sveitarfélagsins má nálgast hér.