Frá heimsókn í Hellana við Hellu
Frá heimsókn í Hellana við Hellu

Markaðs- og kynningarfulltrúi sveitarfélagsins tók í morgun á móti hópi af ferðaheildsölum á vegum Markaðsstofu Suðurlands. Um var að ræða svo kallaðann „pre tour“ fyrir ferðaráðstefnuna VestNorden sem haldin er um þessar mundir í Reykjanesbæ. Farið var í Hellana við Hellu þar sem hópurinn fékk leiðsögn og voru gestirnir virkilega upprifnir. Að lokinni heimsókn í Hellana var farið með hópinn um þorpið og svo sagt frá því hvað sveitarfélagið hefur uppá að bjóða fyrir gesti. Það er næsta víst að ferðaþjónustuaðilar á svæðinu munu heyra frá þeim á næstu misserum.

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?