Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing að eftirfarandi deiliskipulagi.

Fossabrekkur, Rangárþingi ytra

Sveitarstjórn hefur samþykkt að vinna að gerð deiliskipulags fyrir Fossabrekkur. Gert er ráð fyrir áningarstað með þjónustuhúsi og bílastæðum við Fossabrekkur. Um er að ræða byggingu fyrir þjónustu við ferðamenn. Aðkoma að áningarstaðnum verður frá Landvegi nr. 26. Gert er ráð fyrir uppbyggingu á áninga- og útsýnisstað, stígum og gönguleiðum.

Lýsing skipulagsáforma

Skipulagsuppdráttur 01

Skipuluagsuppdráttur 02

Lýsingin er til kynningar á opnunartíma hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is Skila má ábendingum við efni lýsingar til skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Kynningu lýsingar lýkur föstudaginn 29. október nk, klukkan 13.00

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi deiliskipulagsáætlun

 

Fjallaland, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14.10.2021 að auglýsa tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi dags. 1.2.2006 fyrir Fjallaland úr landi Leirubakka. Bætt verði við tveimur lóðum nr. 59 og 61 í framhaldi af núverandi lóðum á svæðinu. Aðkoma að svæðinu er frá Landvegi (26).

Tillaga og greinargerð

Tillagan liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 1. desember 2021.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti á netfangið birgir@ry.is

 

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?