Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra
Samkvæmt 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar lýsingar skipulagsáforma að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028.
Stekkatún. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13.11.2024 að gerðar yrðu breytingar á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 fyrir Stekkatún 1 (landnr. 165446) sem er 44 ha að stærð skv. ská HMS. Hluti lands er skilgreindur sem verslunar- og þjónustusvæði VÞ36 í gildandi aðalskipulagi. Fyrirhugað er að stækka verslunar- og þjónustusvæði VÞ36 úr 6,7 ha í 44 ha. Megin uppbygging verða gestahús/litlar hvelfingar þar sem gestir geti notið næturhimins og norðurljósa, ásamt góðri gistiþjónustu. Hámarks byggingarmagn innan þjónustusvæðis eykst úr 510 m2 yfir í allt að 1600 m2 innan svæðis.
Lýsingu skipulagsáforma má nálgast hér.
Hallstún spilda. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13.11.2024 að gerðar yrðu breytingar á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 fyrir Hallstún spildu L203254 þar sem núverandi landnotkun landbúnaðarsvæðis verði breytt í Verslunar- og þjónustunot. Fyrirhuguð er uppbygging ferðaþjónustu fyrir allt að 20 gesti.
Lýsingu skipulagsáforma má nálgast hér.
Lýsingarnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is. Jafnframt er hægt að skoða skipulagsgögn og senda inn umsagnir í gegnum rafræna Skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingu og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 28. nóvember nk.
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum
Hagi v/Selfjall 2, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13.11.2024 að auglýsa tillögu að breytingum á deiliskipulagi fyrir Haga v/Selfjall 2, en gildandi deiliskipulag var auglýst með birtingu í B-deild stjórnartíðinda 10. júní 1992. Tilheyrandi breytingar á aðalskipulagi hafa verið auglýstar. Áform gera ráð fyrir útleigu gistingar í flokki II í gestahúsum og gistirýmum ásamt rekstri til leiðtoga- og heilsuþjálfunar. Aðkoma er af Hagavegi (286). Þar sem breyting er fyrirhuguð á tengingum við Hagaveg er tillagan jafnframt grenndarkynnt til þeirra lóðarhafa á svæðinu sem nýta sömu tengingu.
Skipulagsgögn má nálgast hér.
Grenndarkynningu má nálgast hér.
Hái-rimi 5, 6 og 7, Rangárþingi ytra, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13.11.2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Háa-rima 5, 6 og 7. Fyrirhugað er að byggja sumarhús og tengd mannvirki á hverri lóð. Aðkoma að svæðinu er af Þykkvabæjarvegi um svokallaða Ástarbraut.
Skipulagsgögn má nálgast hér.
Bjálmholt, Rangárþingi ytra, deiliskipulag (Endurauglýst vegna breytinga eftir auglýsingu)
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13.11.2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Bjálmholt, L165072. Um er að ræða uppbyggingu á þjónustuhúsi sem ætluð er vegna kynningar og sölu á afurðum býlisins. Eftir auglýsingu tillögunnar barst ósk frá umsækjanda um að gerðar yrðu frekari breytingar á tillögunni, þar sem bætt verði við skilgreiningu á framleiðslu í brugghúsi, byggingarmagn verði aukið um 1000 m² og bætt verði við kjallara, byggingarreitur stækkaður, hreinsistöð staðsett innan byggingareits og texta breytt í greinargerð undir liðum 1.1 og 2.2. þessu til samræmis. Aðkoma að landinu er af Þjóðvegi 1, um Landveg nr. 26.
Skipulagsgögn má nálgast hér.
Grenndarkynningu má nálgast hér.
Meiri-Tunga 4, Rangárþingi ytra, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13.11.2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Meiri-Tungu 4. Ráðgert er að byggt verði einbýlishús með föstu aðsetri í huga. Samhliða skipulagi verður lóðinni skipt úr landi Meiri-Tungu 4 og er gert ráð fyrir að heiti lóðarinnar verði Meiri-Tunga 8. Aðkoma að lóðinni er af Ásvegi (275) í gegnum bæjarhlað Meiri-Tungu 4.
Skipulagsgögn má nálgast hér.
Giljanes, Rangárþingi ytra, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13.11.2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Giljanes. Áform eru um byggingu frístundahúss, gestahúss, bílskúrs og lítils gróðurhúss. Lóðin er á skilgreindu landbúnaðarlandi skv. aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028. Aðkoma að lóðinni er af Landvegi 26 um Hagabraut (286).
Skipulagsgögn má nálgast hér.
Ægissíða 1, landspilda A, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13.11.2024 að auglýsa tillögu að breytingum á deiliskipulagi fyrir Ægissíðu 1, landspildu A, en gildandi deiliskipulag fyrir íbúðasvæðið austan Árbæjarvegar var auglýst með birtingu í B-deild stjórnartíðinda 14. febrúar 2024. Um fjölgun lóða er að ræða þar sem skipt verður út tveimur lóðum út úr lóðinni Ægissíða 1 landspilda 1. Byggingarheimildir verða uppfærðar til samræmis við stærð lóða. Aðkoma að lóðinni er af Árbæjarvegi (271) um sameiginlegan veg innan lóðanna.
Skipulagsgögn má nálgast hér.
Lyngás, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13.11.2024 að auglýsa tillögu að breytingum á deiliskipulagi fyrir Lyngás, en gildandi deiliskipulag fyrir Lyngás var auglýst með birtingu í B-deild stjórnartíðinda 25. mars 2010. Breytingin tekur til tveggja nýrra lóða, vegtengingar og hljóðmanar. Stærð svæðis er um 1,6 ha og verða lóðir 11 í stað 9 áður. Aðkoma að lóðinni er af Þjóðvegi 1 um Bugaveg (273) og þar um sameiginlegan veg innan lóðanna.
Skipulagsgögn má nálgast hér.
Minni-Vellir, Rangárþingi ytra, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13.11.2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Minni-Velli. Fyrirhugað er að reisa frístundahús á lóðum Óskasteins og Ásavalla. Lóðir Lækjarvalla og Minni-Valla 5, 6 og 7 verða óbyggðar en lóðamörkum þeirra breytt og tryggð aðkoma að þeim. Í Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 er svæðið skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Aðkoma er frá Landvegi (nr. 26) um Laugaveg (nr. 2880).
Greinargerð má nálgast hér.
Uppdrátt má nálgast hér.
Grenndarkynningu má nálgast hér.
Svínhagi L7A, Rangárþingi ytra, deiliskipulag (Endurauglýsing).
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 8.2.2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Svínhaga L7A þar sem gert verði ráð fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu með byggingu allt að 8 gistiskála auk aðkomuvega og bílastæða. Aðkoma að svæðinu er af Þingskálavegi 268. Eftir auglýsingu var tillagan uppfærð að teknu tilliti til umsagna sem bárust. Það láðist hins vegar að birta auglýsingu um gildistöku í B-deild stjórnartíðinda og því þarf að auglýsa tillöguna að nýju. Hér er því um endurauglýsingu að ræða.
Hér má nálgast gögn skipulagstillögunnar.
Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is. Jafnframt er hægt að skoða skipulagsgögn og senda inn umsagnir í gegnum rafræna Skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is
Frestur til að skila inn athugasemdum er til 1. janúar 2025.
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Haraldur Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra