Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra (Sett inn 8.7.2024)
Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar vinnslutillögur að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.
Galtalækjarskógur L165042 og Merkihvoll L192626. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 8. maí 2024 að gerðar yrðu breytingar á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 fyrir jarðirnar Galtalækjarskóg og Merkihvol í Landsveit. Landnotkunarflokkar sem breytingin nær til og fá breytta lögun eru þessir: Reitur AF5 (Afþreyingar- og ferðam.sv.) fellur út. Í hans stað kemur nýr reitur F82 Frístundahús. Frístundahúsareitur F43 færist til norðurs. Reitur OP1 (Opin svæði) breytist og stækkar umtalsvert. Reitur VÞ7 (Verslun- og þjónusta) fær jafnframt breytta lögun. Jafnframt er óskað eftir heimild til deiliskipulagsgerðar þar sem gert verði ráð fyrir allt að 50 frístunda/orlofshúsum á F43 og F82 og alhliða ferða- og gistiþjónustu á VÞ7 með byggingu allt að 1500 m² gistihúss ásamt allt að 50 gistiskálum til útleigu.
Skipulagstillögu má nálgast hér.
Tindasel 1 og 2. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi
Eigandi Tindasels 1 og Tindasels 2 hefur fengið heimild til að leggja fram deiliskipulag af aukinni starfsemi en nú er á svæðinu. Samhliða óskar hann eftir að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi til samræmis við aukin áform við ferðaþjónustu á svæðinu. Áform gera ráð fyrir móttöku allt að 200 gesta, byggingar hótels og gistiaðstöðu ásamt veitingasölu og að auki bættari aðstöðu fyrir starfsfólk og gistingu fyrir starfsfólk.