Úthlutunarnefnd á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári, er þess verðug að hljóta umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir árið 2016.
Boðað er til upplýsingafundar vegna lagningar ljósleiðara í Þykkvabæ. Guðmundur Daníelsson verkefnisstjóri fer yfir áætlunina en nú eru að hefjast framkvæmdir við áfanga 8 og 9. Bjarni Jón Matthíasson veitustjóri Vatnsveitunnar mætir einnig til fundarins.
Atvinnu- og menningarmálanefnd Rangárþings ytra leitar eftir áhugasömum einstaklingi, fyrirtæki eða félagasamtökum innan sveitarfélagsins til að skipuleggja og sjá um 17. júní hátíðarhöldin á Hellu. . .
Rafmagnstruflanir í Þykkvabæ - frá Háfi og austur fyrir Eyrartún kl. 10-12
Rafmagnstruflanir verða í Þykkvabæ frá Háfi og austur fyrir Eyratún í dag 24.02.2017 frá kl 10.00 til kl 12.00 verða í ca: 15 mín í hvert skipti.Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Suðurlandi í síma 528 9890.
í dag verður opið hús í Félagsmiðstöðinni Hellinum fyrir foreldra og aðra velunnara. Félagsmiðstöðin er staðsett í kjallara Miðju og er gengið inn að aftan. Þá gefst gestum kostur á að skoða aðstöðuna og. . .
Hrossakjötsveisla Karlakórs Rangæinga
Árlegt karlakvöld, söng- og hrossakjötsveisla Karlakórs Rangæinga, fer fram í Gunnarshólma föstudagskvöldið 3. mars. Takið kvöldið frá.
Tónlistarskóli Rangæinga - Samspilstónleikar á Hellu
Miðvikudaginn 22. febrúar kl. 18:00 eru samspilstónleikar ársins í Safnaðarheimilinu á Hellu. Leikin verða hress og skemmtileg lög úr ýmsum áttum. Hvetjum alla til að mæta og hlusta á nemendur sveitarfélaganna okkar.