Útboð - Suðurbygging Grunnskólans á Hellu: Útveggjaklæðningar og ísetningar glugga, gerveggja og hur…

Rangárþing ytra óskar eftir tilboðum í verkið Grunnskólinn á Hellu, 2.áfangi Suðurbygging Veggklæðningar og ísetning glugga, glerveggja og hurða.

Rangárþing ytra er að byggja 2700m2 viðbyggingu við grunnskólann á Hellu sem hýsir verknámsstofur, framleiðslu eldhús, hátíðarsal, bókasafn, tónlistaskóla ásamt stjórnunarálmu fyrir starfsfólk leik-og grunnskóla.

Verkið snýst um ísetningu á Reyaners álgluggum og glerveggjum með hurðum sem verkkaupi afhendir í verkið. Einnig er óskað eftir verðum utanhúss klæðningu, efni og vinnu frágenginni samkvæmt verklýsingu.

Gögnin er hægt er að nálgast með því að senda tölvupóst á netfangið tomas@ry.is og óska eftir útboðsgögnum. Útboðsgögn verða afhent frá mánudeginum 15. júlí.

Verkið skal vinnast frá 15.08.2024 og vera að fullu lokið 30.06.2025

Tilboð skulu hafa borist á skrifstofu Rangárþings Ytra, eigi síðar en þriðjudaginn 7. ágúst 2024 kl. 14:00 eða í tölvupósti á netfangið tomas@ry.is og verður niðurstaða kynnt með tölvupósti seinnipart þess dags sem tilboðum er skilað inn.

 

Helstu magntölur eru:

ÚV-CA - Útveggjaklæðning - Báruál

796

Álpanelklæðning við útbyggða glugga

75

Einangrun útveggja við útbyggða glugga

40

Uppbygging í kringum útbyggða glugga

8

stk

Álpanelklæðning við þakglugga og loftræstingu á þaki

56

Reynars Masterline 8 gluggar

63

stk

Glerveggir og hurðir

25

stk

Þakgluggar 3 stk

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?