Sorpstöð Rangárvallasýslu
Sorpstöð Rangárvallasýslu

Frá 24. maí til 23. júní 2023 mun Sorpstöð Rangárvallasýslu bjóða uppá að sækja járn og timbur heim á bæi í Rangárvallasýslu líkt og verið hefur undanfarin ár.

Til að fá heimsókn gámabíls þurfa íbúar með lögheimili í dreifbýli Rangárvallasýslu að senda tölvupóst á strond@rang.is og tilgreina kennitölu, heimilisfang, símanúmer þess sem tekur á móti gámabílnum og áætlað magn timburs eða járns.

Mikilvægt er að úrgangi sé safnað á stað þar sem gámabíllinn getur auðveldlega athafnað sig þegar úrgangur er sóttur. Íbúar sjá um að setja úrganginn á gámabílinn.

Pantanir þurfa að berast fyrir 24. maí 2023 og í kjölfarið verða íbúar upplýstir nánar hvaða daga gámabíllinn verður á hverju svæði.

Ekki verður tekið við pöntunum vegna hreinsunarinnar eftir 24. maí 2023 en hægt verður að fá heimsenda gáma, eftir sumarhreinsunina, samkvæmt gjaldskrá Sorpstöðvar Rangárvallasýslu sem finna má á heimasíðum sveitarfélaga í Rangárvallasýslu.

Nánari upplýsingar veitir Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Sorpstöðvarinnar í síma 487 5157 eða á strond@rang.is.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?