Rangárþing ytra auglýsir útboð í framleiðslu forsteyptra eininga og reisingu burðavirkis

Rangárþing ytra auglýsir útboð í framleiðslu forsteyptra eininga og reisingu burðavirkis fyrir 2.áfanga viðbyggingu Grunnskólans á Hellu

 

Óskað er eftir tilboðum í framleiðslu og reisingu á forsteyptum einingum í burðarvirki vegna annars áfanga stækkunar skólasvæðisins á Hellu.

Verkið felst í að forsteypa einingar og reisa sökkla, útveggi og innveggi ásamt holplötum með ásteypulagi.

Helstu magntölur eru:

Forsteyptar einingar

   

Undirstöður

1.170

Holplötur 265mm þykkar

1.360

Holplötur 320mm þykkar

1.100

Bitaeiningar, C35/45

lm

12

Útveggjaeiningar, C35/45

1.445

Innveggjaeiningar, C35/45

1000

 

Verklok eru áætluð í lok júní 2024

Útboðsgögn verða afhent frá og með 08. maí og skal senda ósk um útboðsgögn á netfangið tomas@ry.is

Tilboðum skal skila inn fyrir kl 14:00 fimmtudaginn 25. maí í lokuðu umslagi á skrifstofu Rangárþings ytra Suðurlandsvegi 1 eða á netfangið tomas@ry.is

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?