Óskað eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna 2023

Í tilefni dags íslenskrar náttúru 16. september, hefur Umhverfis- hálendis- og samgöngunefnd Rangárþings ytra ákveðið að kalla eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna 2023. Nefndin leitar til íbúa eftir tilnefningum um einstaklinga, félagasamtök, fyrirtæki eða stofnanir innan sveitarfélagsins sem þykja hafa skarað fram úr og stuðlað að jákvæðum breytingum á nærumhverfi okkar. Ekki hefur verið ákveðið hvort verðlaunin verði ein eða fleiri en það mun ráðast af tilnefningunum sem nefndinni berast. Tilnefningar ásamt rökstuðningi má senda til formanns nefndarinnar, Magnúsar H. Jóhannssonar (magnus@ry.is).

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?