Leikskólinn Heklukot - Stuðningskennari

Auglýst er eftir kennara/stuðingskennara til starfa í 100% stöðu við leikskólann Heklukot á Hellu.

Allar umsóknir skoðaðar.

Unnið er eftir markmiðum Skóla á grænni grein, við erum leikur að læra leikskóli Einnig er unnið eftir markmiðum Heilsustefnunnar sem stuðlar að heilsueflingu í leikskólasamfélaginu með áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun í leik.

Áherslur stuðningskennarans er að:

  • sinna sérstaklega umönnun og kennslu barns/barna sem þarfnast stuðnings í samráði við deildarstjóra og sérkennslustjóra.
  • vinna eftir einstaklingsnámskrá og settum markmiðum sem þarf að þjálfa með barninu.
  • taka þátt í að meta framfarir.
  • taka þátt á teymisfundum er varða barnið.
  • starfa samkvæmt dagskipulagi leikskóla sem felur í sér matar- og hvíldartíma, útiveru, ýmsa leiki og skapandi verkefni fyrir börnin undir leiðsögn leikskólakennara eða annarra starfsmanna.

Menntun, hæfni og reynsla:

  • Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun, Bs. í sálfræði eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
  • Framhaldsmenntun í sérkennslufræðum æskileg.
  • Reynsla af sérkennslu.
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Reynsla af starfi í leikskóla.
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
  • Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi.
  • Góð tölvukunnátta.

Umsókn og ferilskrá óskast send rafrænt á heklukot@heklukot.is.

Nánari upplýsingar veitir Inga Stefánsdóttir leikskólastjóri í síma 4887045, netfang: inga@heklukot.is og einnig má sjá upplýsingar um skólann á heimasíðu skólans: www.heklukot.is.

Umsóknarfrestur til 20. September.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?