Ársæll Hauksson f.h. Southcoast Adventure og Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri við undirritun samstar…
Ársæll Hauksson f.h. Southcoast Adventure og Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri við undirritun samstarfsyfirlýsingar.

Soutcoast Adventure og sveitarstjóri Rangárþings ytra undirrituðu í dag samstarfsyfirlýsingu um Hopp á Hellu. Hopp býður uppá skammtímaleigu á rafskútum. 

Mikill vöxtur hefur verið í framboði á samgöngumáta um allan heim sem hefur fengið íslenska heitið örflæði. Er þar vísað til smærri farartækja sem nýta samgönguinnviði betur, nýta ekki jarðefnaeldsneyti og eru oft í boði í skammtímaleigu. Helsta birtingarmynd örflæðis á Íslandi eru rafdrifin hlaupahjól, en Hopp hefur boðið upp á deilileigu á slíkum rafskútum síðan 2019. 

Tengiliður við Hopp í Rangárþingi er Ársæll Hauksson og svarar hann ábendingum á rangarthing@hopp.bike

Hopp og sveitarfélagið hyggjast meta reglulega árangur af komu Hopps til Rangárþings ytra. Árlega, og oftar ef þurfa þukir, munu tengiliðir Hopp og sveitarfélagsins funda um stöðu smáfarartækja í sveitarfélaginu og athuga hvort tilefni sé til breytinga eða úrbóta. 

Markmið Hopp er að skilja eftir sig hreinni plánetu, eina ferð í einu. Frá fyrsta degi hefur fyrirtækið tryggt að allir hlutar starfseminnar séu kolefnisneikvæðir.

Við fögnum komu Hopp á Hellu og vonum að rafskúturnar muni nýtast íbúum sem og gestum vel. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?