23. mars 2021
Fréttir
Frétt fengin af Facebook síðu "Garps/Heklu frjálsar íþróttir".
Garpur/Hekla átti 14 keppendur á stórmóti ÍR helgina 20.-21.mars. Keppendur okkar stóðu sig með ágætum og ber þar helst að nefna:
- Fjölþraut 8 ára og yngri og 9-10 ára. Frá Garp/Heklu kepptu þau Guðný Lilja, Víðir Snær, Viljar Breki, Rahila Sara, Helgi Hrafn og Daníel Breki. Mörg þeirra voru að stíga sín fyrstu skref í keppni og var leikgleðin höfð í fyrirrúmi.
- Helga Fjóla Erlendsdóttir sigraði í fimmtarþraut 12 ára stúlkna, en í fimmtarþrautinni eru teknir saman bestu árangrar úr fimm greinum og stigahæsti einstaklingur sigrar. Helga Fjóla hljóp 60m á 9,10 (pb), 600m á 2:02,79 (pb), stökk 1,32 í hástökki, 4,33 í langstökki og kastaði 7,97 í kúlu. Samanlagt skiluðu þessir árangrar Helgju Fjólu fyrsta sætinu.
- Það fór mikið fyrir Veigari Þór Víðissyni á mótinu. Veigar tók gull í hástökki, stökk 1,72 (pb), stangarstökki, stökk 2,08, langstökki 5,79 (pb) og í kúluvarpi, kastaði 13,04 (pb). Þá vann hann til silfurverðlauna í þrístökki, stökk 11,14 (pb) og bronsverðlauna í 60m, hljóp á 7,80 (pb) og 60m grind, hljóp á 9,45 (pb). Sjö verðlaun! Yngri bróðir hans, Vikar Reyr Víðisson vann svo einnig í stangarstökki, stökk 1,98 og vann til silfurverðlauna í 600m hlaupi, hljóp á 1:52,98. Glæsilegir bræðurnir frá Kastalabrekku!
- Að lokum vann Goði Gnýr Guðjónsson til bronsverðlauna í 800m hlaupi karla, hljóp á 2:07,59.
Glæsilegur árangur í alla staði hjá okkar fólki, en einnig var mikið um persónulegar bætingar. Nú fer keppnistímabilið að líða undir lok, en eitt verkefni er þó eftir og er það Bikarkeppni 15 ára og yngri þann 27.mars næstkomandi, en þar verður okkar fólk í eldlínunni, sem hluti af liði HSK.
Fleiri myndir má nálgast hér.