Um 200 manns voru samankomin í Íþróttahúsinu á Hellu á laugardagskvöld á skötuveislu sem haldin var sem fjáröflun fyrir Rangárhöllina/Rangárbakka sem er í eigu 8 hestamannafélaga á Suðurlandi ásamt fleirum.
Þetta er í annað skiptið sem skötuveisla er haldin af þessu tilefni. Skatan var frábær og í eftirrétt var ábrystir frá Helluvaði. Það er Ásmundur Friðriksson alþingismaður sem er drifkraftur þessarar skötuveislu en margir koma að henni og eiga allir bestu þakkir fyrir.
Skemmtiatriði voru á höndum Sigurjóns V. Jónssonar sem fór með gamanmál, Einars Freys Elínarsonar sem flutti frumsamin l0g, Össurs Skarphéðinssonar sem var ræðumaður kvöldsins og Kristins Inga Guðnasonar sem stjórnaði fjöldasöng. Ásmundur stýrði stórkostlegu happadrætti þar sem vinningur voru af öllu tagi allt frá hundamat, hátíðarkjúklings og í follatolla undir fremstu stóðhesta landsins.