Auglýst eftir teymisstjóra/kennsluráðgjafa í fullt starf

Félags- og Skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu auglýsir eftir teymisstjóra/kennsluráðgjafa í fullt starf. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir góðri þekkingu á stjórnsýslu og skólamálum og hefur hæfni til að leiða þau verkefni sem undir skólaþjónustuna heyra. Í sveitarfélögunum eru fimm grunnskólar og fimm leikskólar. Íbúar eru tæplega sex þúsund. Þau fimm sveitarfélög sem mynda byggðasamlag um félags- og skólaþjónustu eru: Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Hefur yfirumsjón með verkaskiptingu og samvinnu í teyminu og samhæfir störf teymisins.
  • Vinna og móta verkferla Skólaþjónustu.
  • Skráning og umsjón gagna í skjalakerfi og persónumöppum.
  • Rekstrarverkefni, er tengjast deildinni og ráðgjöf til skólanna, m.a. vegna námsvistar barna.
  • Móta stefnu í þjónustu við skóla og fjölskyldur í Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu.
  • Efla skólana sem faglegar stofnanir sem geta leyst flest þau viðfangsefni sem upp koma í skólastarfi.
  • Tryggja eins og kostur er að kennslufræðileg, sálfræðileg og þroskafræðileg þekking nýtist sem best í skólastarfi.
  • Veita stuðning við þróun, umbætur og nýbreytni í skólastarfi í samvinnu við skólastjórnendur og efla samstarf og samvinnu á milli skólastiga.
  • Vera í samskiptum við aðrar greiningastofnanir og samræma þjónustu við nemendur með sérþarfir.
  • Umsjón með frágangi ýmissa stjórnsýsluerinda að höfðu samráði við sviðsstjóra

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Kennaramenntun og réttindi til að kenna í grunnskóla
  • Framhaldsnám sem nýtist í starfi er æskilegt
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Skipulagshæfileikar
  • Frumkvæði
  • Hæfni í þverfaglegu samstarfi
  • Lipurð og færni í samskiptum

Umsóknarfrestur er til og með 22. janúar 2023. Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda til starfsins, ásamt prófskírteinum. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og stéttarfélags viðkomandi. Áhugasamir umsækjendur, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Svava Davíðsdóttir, framkvæmdarstjóri félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu í síma 487-8125 eða í tölvupósti svava@felagsmal.is þar sem jafnframt er tekið á móti umsóknum.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?