Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra
Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar lýsingar að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028
Borg og Háfshjáleiga 1, 2 og 3, Rangárþingi ytra, Breyting á landnotkun
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 8.2.2023 að auglýsa lýsingu skipulagsáætlunar vegna breytinga á landnotkun í aðalskipulagi þar sem núverandi landbúnaðarland verði breytt í verslunar- og þjónustusvæði.
Hér má nálgast lýsingu skipulagsáforma
Efra-Sel 3C, Árbæjarhellir 2 og Heiði, Rangárþingi ytra, Breyting á landnotkun
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 8.2.2023 að auglýsa lýsingu skipulagsáætlunar vegna breytinga á landnotkun í aðalskipulagi. Það eru Efra-Sel 3C þar sem núverandi frístundasvæði verði breytt í landbúnaðarsvæði að nýju, Árbæjarhellir 2 þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði breytt í íbúðasvæði og Heiði þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði breytt í frístundasvæði.
Hér má nálgast lýsingu skipulagsáforma
Skógræktaráform, Rangárþingi ytra, Breyting á landnotkun
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 8.2.2023 að auglýsa lýsingu skipulagsáætlunar vegna breytinga á landnotkun í aðalskipulagi þar sem núverandi landnotkun 9 svæða í sveitarfélaginu verði breytt í Skógræktar- og landgræðslusvæði í samræmi við áform landeigenda um uppbyggingu skógræktar. Þetta eru svæðin Heiðarbakki 118,9 ha, Ölversholt 24,8 ha, Minna-Hof 21,0 ha, Akurbrekka úr tæpum 50 ha í 102,3 ha, Vindás 147 ha, Geitasandur 193 ha, Maríuvellir 38,9 ha, Galtalækur 198,5 ha og Bjalli 44,4 ha.
Hér má nálgast lýsingu skipulagsáforma
Lýsingarnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingu og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 1. mars nk.
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Haraldur Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra