Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra (Sett inn 7.2.2023).
Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing skipulagsáforma að deiliskipulagi
Rangárbakkar 8. Deiliskipulag.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 8.2.2023 að kynnt yrði lýsing skipulagsáforma að deiliskipulagi fyrir Rangárbakka 8 á Hellu þar sem gert verði ráð fyrir uppbyggingu aukinnar ferðaþjónustu. Á svæðinu er starfrækt ferðaþjónusta í litlum gistihúsum auk tjaldsvæðis. Rekstraraðili hyggst byggja upp tvö hótel með mismunandi áherslu og þjónustu og bjóða einnig uppá gistingu í smáhýsum. Á hluta svæðisins er deiliskipulag Árhúsa á Hellu sem fellt verður úr gildi með nýju deiliskipulagi. Aðkoma að svæðinu er um Rangábakka frá Suðurlandsvegi.
Hér má nálgast lýsingu skipulagsáætlunar.
Lýsingin liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is
Frestur til að skila inn athugasemdum er til 1. mars 2023
>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum
Svínhagi L7A, Rangárþingi ytra, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 8.2.2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Svínhaga L7A þar sem gert verði ráð fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu með byggingu allt að 8 gistiskála auk aðkomuvega og bílastæða. Aðkoma að svæðinu er af Þingskálavegi 268.
Hér má nálgast gögn skipulagstillögunnar.
Stokkalækur 1b, lóð 1 (Kirkjuhóll), Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 8.2.2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina Stokkalæk 1b, lóð 1. Um er að ræða u.þ.b. 4,4 ha lóð þar sem afmarka á byggingareiti fyrir íbúðarhús, bílskúr og skemmu, hesthús og gestahús. Jafnframt er óskað eftir að heiti lóðarinnar verði breytt í Kirkjuhól. Aðkoma að svæðinu er frá Rangárvallavegi 264.
Hér má nálgast gögn skipulagstillögunnar.
Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is
Frestur til að skila inn athugasemdum er til 29. mars 2023
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Haraldur Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra