Auglýsing um skipulagsmál

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.

 

Minnivallanáma. Rangárþing ytra vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir efnistökusvæðið E30. Framkvæmdin felst í áframhaldandi efnistöku sem nemur allt að 90.000 m³, en til þess þarf að stækka afmarkað svæði námunnar. Með breytingunni stækkar efnistökusvæðið úr 1,0 ha í 6,8 ha, með allt að 90.000 m³ efnistöku. Efnistaka hefur verið stunduð í námunni í áratugi og áætlað er að um 20.000 m³ af efni hafi verið teknir úr námunni á um 1,4 ha svæði en skv. gildandi aðalskipulagi er heimilt að vinna allt að 50.000 m³ . Því er verið að auka efnistökuheimild um 40.000 m³. Ákvörðun um matskyldu liggur fyrir þar sem Skipulagsstofnun telur að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Nálgast má skipulagsgögn hér. 

Hallstún L165088. Rangárþing ytra vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir Hallstún L165088, Hallstún land L203602 og Hallstún land L203908. Frístundabyggð F72 er skilgreint á hluta Hallstúns og Hallstúni land (203602). Fyrirhugað er að sameina jarðirnar og byggja þar upp til fastrar búsetu þar sem stundaður verður landbúnaður og atvinna tengd hestamennsku. Gert er ráð fyrir að fella út F72 svo að allt skipulagssvæðið verði landbúnaðarsvæði að nýju.

Nálgast má skipulagsgögn hér.

 

Vinnslutillögurnar eru til kynningar á opnunartíma hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is og að auki í www.skipulagsgatt.is

Kynningu lýkur þriðjudaginn 12. nóvember nk klukkan 15.00

Vilji hagsmunaaðilar senda inn ábendingar á þessu stigi er það heimilt en formlegur frestur til athugasemda verður þó gefinn þegar tillagan hefur verið samþykkt til auglýsingar síðar.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

 

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?