Það skein ánægja úr öllum andlitum í dag á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi á Hellu þegar Heilbrigðisráðherra og Sveitarstjórar Rangárþings ytra og Ásahrepps undirrituðu samning ríkis og sveitarfélaganna um langþráða viðbyggingu og teknar voru fyrstu skóflustungurnar.
Föstudaginn 12. september kl. 19:30 mun Evert Víglundsson, annar þjálfarinn í The Biggest Loser Ísland og yfirþjálfari hjá Crossfit Reykjavík, halda fyrirlestur í íþróttamiðstöðinni Hellu
List í héraði er málverkasýning þar sem um 10 einstaklingar úr Rangárþingi, íslenskir og erlendir koma saman og halda sýningu í Gallerý Ormi á Hvolsvelli.
Leikskólinn Heklukot á Hellu óskar eftir leikskólastjóra. Heklukot er þriggja deilda leikskóli með um 65 nemendur. Á Heklukoti er unnið eftir stefnu Grænfánans og Heilsustefnunnar. Aðstaða skólans er mjög góð og mikil áhersla lögð á að vinna gæðastarf með börnum. Heklukot hlaut Menntaverðlaun Suðurlands 2013 fyrir öflugt samstarf við foreldra.