Afgreiðsla embættisins er opin alla virka daga milli kl. 9.00 og 15.00 nema föstudaga milli 9.00 og 13.00 og er í samræmi við opnunartíma á skrifstofu sveitarfélagsins.
Viðtals- og símatímar skipulags- og byggingarfulltrúa og annarra starfsmanna hans er alla virka daga – nema föstudaga – milli kl. 9.00 og 12.00.
Mælst er til þess að fundir séu bókaðir með fyrirvara með því að hringja í síma 488-7000 á símatíma.
Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa eru að jafnaði alla föstudaga í mánuði
Fullnægjandi gögn þurfa að hafa borist í síðasta lagi í lok fimmtudags í vikunni fyrir fund til að mál verði tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.
Fundir skipulagsnefndar eru alla jafna 1. fimmtudag í mánuði, sjá þó fundardagskrá á heimasíðu.
Fullnægjandi gögn þurfa að hafa borist í síðasta lagi kl. 13 á föstudegi í vikunni fyrir fund til að erindi fái afgreiðslu á skipulagsnefndarfundi.
Hægt er að skila útprentuðum gögnum s.s. skipulagsuppdráttum, landskiptauppdráttum og lóðarblöðum á skrifstofu embættisins að Suðurlandsvegi 1-3 á Hellu á opnunartíma.
Að öðrum kosti skulu gögn berast í tölvupósti á netfangið ry@ry.is eða birgir@ry.is en í gegnum rafræna byggingargátt sveitarfélagsins ef um byggingarmál er að ræða.