26. mars 2025
Fréttir

Á byggðarráðsfundi 26. mars var lagt fram minnisblað frá Tómasi Hauki Tómassyni forstöðumanni eigna- og framkvæmdasviðs varðandi niðurstöðu verðkönnunar í málingavinnu við 2. áfanga nýbyggingar grunnskólans á Hellu.
Lagt var til að semja við lægstbjóðanda sem er Þröstur Júlíusson/Málning-verk ehf. að fjárhæð kr. 24.395.2680, sem er 78% af kostnaðaráætlun og sveitarstjóra falið að undirita samning við viðkomandi aðila.
Bygging skólans miðar vel og hér fyrir neðan má þróunina síðustu mánuði á örfáum myndum