RY.IS tekur breytingum

Kæru íbúar!

Síðustu mánuði hefur staðið yfir vinna við enduhönnun heimasíðu sveitarfélagsins; ry.is.

Nú líður að því að við fáum endurbætta síðu í hendurnar en næstu daga fer fram vinna við að endurraða efni síðunnar áður en nýtt útlit fer í loftið. Allt efni verður aðgengilegt en eitthvað færist til.

Við viljum biðjast velvirðingar fyrirfram ef síðan verður í smá óreiðu á meðan þetta stendur yfir. Afraksturinn verður vonandi betri og aðgengilegri síða sem þjónar okkur öllum enn betur.

Meginmarkmið breytinganna er bætt leiðarkerfi og enn betra aðgengi að efni síðunnar.

ALLAR ÁBENDINGAR VARÐANDI VEFINN MÁ SENDA MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR OG FYLLA ÚT EYÐUBLAÐIÐ SEM OPNAST

Hér fyrir neðan er tölfræði síðunnar frá árinu 2024 fyrir áhugasöm. Það er áhugavert að fylgjast með umferðinni og gaman að sjá hvað síðan er mikið notuð. Vonandi verður endurbætt síða enn nytsamlegri fyrir okkur öll.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?