26. mars 2025
Fréttir

Bjarki Eiríksson hefur óskað eftir leyfi Rangárþings ytra til að halda fjölskyldutónleika á útivistarsvæðinu við Nes á Hellu á sumarsólstöðum, laugardaginn 21. júní næstkomandi.
Byggðarráð Rangárþings ytra samþykkti erindið fyrir sitt leyti á fundi í morgun en Bjarki fer með skipulag og ábyrgð viðburðarins.
Um er að ræða órafmagnaða fjölskyldutónleika sem myndu standa frá kl. 18–21. Aðspurður segist Bjarki gera ráð fyrir að fá til liðs við sig bæði heimafólk og þjóðþekkta einstaklinga til að koma fram.
Hægt er að hafa samband við Bjarka í síma 8694239 varðandi viðburðinn.