Það getur verið bæði gaman og gagnlegt að líta um öxl og sjá hvaða mál og umfjallanir hafa ratað í fjölmiðla í gegnum tíðina. Við komumst nýlega yfir samantekt blaðafrétta sem snerta Rangárþing ytra frá árunum 2020–2024.
Með því að smella á tenglana hér fyrir neðan opnast pdf-skjöl með greinunum se…
Félagsmiðstöðin Hellirinn hélt sína árlegu söngkeppni 12. febrúar síðastliðinn í menningarsalnum á Hellu.
Þrjú atriði tóku þátt og fyrst á svið var Manúela Maggý Morthens sem söng frumsamið lag eftir sig sem heitir „Heal“. Með henni voru Unnur Edda Pálsdóttir á píanó, Ómar Azfar Valgerðarson Chatth…
Útboð - Málning á suðurbyggingu Grunnskólans á Hellu
Rangárþing ytra óskar eftir tilboðum í verkið „Grunnskólinn á Hellu: 2. áfangi suðurbygging - spörtlun og málning“.
Rangárþing ytra er að byggja 2700 m2 viðbyggingu við grunnskólann á Hellu sem hýsir verknámsstofur, framleiðslueldhús, hátíðarsal, bókasafn og tónlistaskóla ásamt stjórnunarálmu fyrir…
Brunavarnir Rangárvallasýslu hafa birt lista yfir mannvirki, lóðir og starfsemi í sveitarfélaginu sem munu sæta eldvarnareftirliti árið 2025. Eftirlitsáætlunin er í samræmi við 20.gr. reglugerðar um eldvarnir og eldvarnareftirlit.
Listinn er eftirfarandi en hann má einnig nálgast á pdf- sniði með þ…
Nú er opið fyrir styrki til atvinnumála kvenna og er umsóknarfrestur til og með 14.mars.
Hægt er að sækja um styrki til vöruþróunar, markaðssetningar og vegna launakostnaðar (fyrir nýlega stofnuð fyrirtæki), Hámarksstyrkur er 4 m.kr og er hægt að sækja um styrki fyrir helmingi kostnaðar.
Einnig er…
Landbúnaðarverðlaun 2025 - óskað eftir tilnefningum
Óskað er eftir tilnefningum til landbúnaðarverðlauna matvælaráðuneytisins sem atvinnuvegaráðherra veitir árlega í tengslum við Búnaðarþing.Öllum er frjálst að senda inn tilnefningar um bændabýli eða önnur landbúnaðarfyrirtæki og félög sem talin eru hafa verið til fyrirmyndar að einhverju leyti í ísl…
Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi deiliskipulagsáætlun: