
Félagsmiðstöðin Hellirinn hélt sína árlegu söngkeppni 12. febrúar síðastliðinn í menningarsalnum á Hellu.
Þrjú atriði tóku þátt og fyrst á svið var Manúela Maggý Morthens sem söng frumsamið lag eftir sig sem heitir „Heal“. Með henni voru Unnur Edda Pálsdóttir á píanó, Ómar Azfar Valgerðarson Chattha á selló og Mikael Máni Leifsson á trommur. Næstar á svið voru Glódís Líf Þorgeirsdóttir og Jóhanna Gerður Hrannarsdóttir sem sungu íslenska útgáfu af laginu „Tiktok“ sem heitir „Tiktok skinka“ eftir Mollý. Að lokum steig á stokk Hafdís Laufey Ómarsdóttir sem söng lagið „Freedom“ eftir JetBlackJoe.
Það voru Manúela Maggý og félagar sem sigruðu keppnina og munu þau keppa fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar á USSS (undankeppni söngvakeppni Samfés á Suðurlandi) þann 14. mars næstkomandi.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af keppninni og hópnum sem sigraði.
Sigurvegarar kvöldsins
Glódís og Jóhanna
Hafdís Laufey