
Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra (Sett inn 13.2.2025)
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi deiliskipulagsáætlun:
Hássfshjáleiga 1, 2 og 3, Rangárþingi ytra, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.2.2025að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Háfshjáleigu 1, 2 og 3 þar sem áform eru uppi um byggingu íbúðarhúss, vélageymslu og tengdra útihúsa. Aðkoma að svæðinu er frá Háfsvegi
Skipulagsgögn má nálgast hér.
Tillagan liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu, í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, www.skipulagsgatt.is og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 3. apríl 2025
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Har. Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra