Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi deiliskipulagsáætlun
Svínhagi L6A, Rangárþingi ytra, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 10.10.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Svínhaga L6A, svæði úr landi Svínhaga. Deiliskipulagið tekur til byggingar á allt að 5 gestahúsum, þjónustuhúsi, íbúðarhúsi og gufubaði. Svæðið liggur sunnan Selsundslækjar og unnan Þingskálavegar. Aðkoma að svæðinu er frá Þingskálavegi (268) og um núverandi aðkomuveg. Deiliskipulagið er í samræmi við Aðalskipulag Rangárþings ytra 2016-2028 þar sem skilgreint er verslunar- og þjónustusvæði (VÞ28)
Tillöguna að deiliskipulagi má nálgast hér og tillögu að greinargerð hér.
Tillagan liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is
Frestur til að skila inn athugasemdum er til 27. nóvember 2019.
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Haraldur Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra