Mynd: Rangárþing Ultra 2019. Ljósm: Marta Gunnarsdóttir
Mynd: Rangárþing Ultra 2019. Ljósm: Marta Gunnarsdóttir

Rangárþing ytra auglýsir eftir umsóknum um tímabundið starf markaðs- og kynningarfulltrúa. Leitað er eftir öflugum einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt og krefjandi starf.

Starfið er laust frá 1. desember 2019 til 1. september 2020.

Starfið

Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf sem felur m.a. í sér.

• Umsjón með markaðs-, upplýsinga- og kynningarmálum sveitarfélagsins.
• Framkvæmd viðburða s.s. Töðugjalda á Hellu og Rangárþings Ultra.
• Starfsmaður atvinnu-, jafnréttis-  og menningarmálanefndar, heilsu-, íþrótta- og tómstundanefndar sem og Ungmennaráðs.
• Verkefnastjórnun.
• Umsjón með vef og samfélagsmiðli sveitarfélagsins og hugsanlega tengdum vefjum

Menntunar- og hæfniskröfur:

• Háskólamenntun sem nýtist í starfi er æskileg
• Menntun og/eða reynsla sem tengist viðburða- og verkefnastjórnun er kostur 
• Þekking á svæðinu er mikill kostur 
• Reynsla af umsjón og uppbyggingu vefsvæða er kostur 
• Menntun eða reynsla á sviði framsetningar kynningarefnis er kostur 
• Gott vald á ritun íslensku og ensku er skilyrði 
• Sjálfstæði í vinnubrögðum og góðir skipulagshæfileikar 
• Mikil hæfni í mannlegum samskiptum er áskilin

Hjá Rangárþingi ytra starfa um 150 manns í allt hjá hinum ýmsu stofnunum en skrifstofa sveitarfélagsins er staðsett á Hellu. Á skrifstofunni starfa að jafnaði 9 manns.

Umsóknarfrestur er til 20. nóvember. Umsókn skal senda með rafrænum hætti á agust@ry.is. Umsókninni þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Nánari upplýsingar veitir Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?