28. október 2019
Fréttir

Kind í Reyðarvatnsréttum. Mynd: Páll Imsland
Samkvæmt fjallskilasamþykkt fyrir Rangárvallasýslu þá er gert ráð fyrir því að smölun heimalanda fari fram fyrir lok októbermánuðar ár hvert. Þar segir í 27. gr. "Við byggðasmölun er hver og einn skyldugur til að smala heimaland sitt og hlýðnast þeim fyrirskipunum sveitarstjórnar, sem miða að því að vel sé smalað og almenningur sé samtaka í smölun, bæði innbyrðis og sveita á milli. Sé fyrirmælum um smölun ekki hlýtt og sterkur grunur leikur á að í viðkomandi landi sé um óskil að ræða, getur sveitarstjórn fyrirskipað smölun á kostnað umráðamanns viðkomandi jarðar".