Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022.

 

 

Rangárþing ytra vinnur að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarfélagið hefur samþykkt að gera nauðsynlegar breytingar á landnotkun fyrir nokkur svæði innan sveitarfélagsins sem ekki rúmuðust innan endurskoðunar á aðalskipulaginu. Breytingarnar eru: Gaddstaðir við Hróarslæk, breyting úr frístundasvæði í íbúðarsvæði (Má nálgast hér); Svínhagi L6B, breyting úr landbúnaðarsvæði í verslunar- og þjónustusvæði (Má nálgast hér); Þjóðólfshagi lóðir 29-33, breyting úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði (Má nálgast hér); Klettamörk, breyting úr landbúnaðarsvæði í verslunar- og þjónustusvæði (Má nálgast hér); og Leynir 2 og 3, breyting hluta landbúnaðarlands í verslunar- og þjónustusvæði (Má nálgast hér).

 

Ofantaldar tillögur eru til kynningar á opnunartíma hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Kynningu lýkur mánudaginn 11. nóvember klukkan 15.00

 

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?