Rangárþing ytra óskar eftir að ráða forstöðumann eigna- og framkvæmdasviðs. Leitað er eftir öflugum einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt og krefjandi starf.
Reiknað er með að ráða í starfið frá og með 1. janúar 2020.
Starfssvið er í samræmi við skipurit sveitarfélagsins en undir forstöðumann eigna- og framkvæmdasviðs heyra m.a. þessi verkefni:
• Rekstur þjónustumiðstöðvar
• Umsjón með verklegum framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins
• Almenn umsjón með fasteignum sveitarfélagsins
• Umsjón með fráveitukerfum og ýmsum hreinlætis- og umhverfismálum
• Umsjón með rekstri sameiginlegra verkefna sbr. þjónustusamninga um vatnsveitu og fasteignir.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Menntun sem nýtist í starfi, háskólamenntun ákjósanleg
• Þekking og reynsla af rekstri, verkstjórn og áætlanagerð skilyrði
• Þekking og reynsla af framkvæmda- og þjónustuverkefnum á vegum sveitarfélaga kostur
• Þekking og reynsla í verkefna- og mannauðsstjórnun kostur
• Góð þekking á upplýsingatækni og fjárhagsbókhaldi
• Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði og metnaður til að ná árangri
• Skipulagshæfileikar og nákvæm vinnubrögð
Hjá Rangárþingi ytra starfa um 150 manns í allt hjá hinum ýmsu stofununum en skrifstofa sveitarfélagsins er staðsett á Hellu. Hjá þjónustumiðstöð starfa að jafnaði 6-8 manns auk sumarstarfsfólks og vinnuskóla.
Umsóknarfrestur er til 1. nóvember. Umsókn skal senda með rafrænum hætti á agust@ry.is. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Nánari upplýsingar veitir Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri (agust@ry.is - 488 7000).