Í Rangárþingi ytra er víða hægt að veiða fisk á stöng, bæði í ám og vötnum. Nokkrar frábærar laxveiðiár eru á svæðinu, en bleikja og urriði eru algengari.
Golfvöllurinn á Strönd, Strandarvöllur, er ein mest sótta afþreyingin í Rangárþingi. Á hverju ári koma þangað um 10 þúsund gestir, og þá eru heimamenn ekki taldir með. Völlurinn er löglegur keppnisvöllur, 18 holur, og til viðbótar er lítill 6 holu völlur fyrir þá sem eru að slá sín fyrstu högg.
Skipulagsmál í Rangárþingi ytra eru afar umfangsmikil og hafa verið undanfarin ár. Ástæðan er stærð sveitarfélagsins og sú fjölbreytni í landnotkun sem sveitarfélagið státar af. Mismunandi eignarhald og mismunandi áherslur
Jöklamús er fyrirbæri í náttúrunni sem fáir kannast við, en það er mosavaxinn ávalur smásteinn, sem veltur undan vindum á jökli og safnar smám saman á sig gróðri þar til hann verður einskonar mosakúla.