Útgáfa stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Friðland að Fjallabaki
Friðland að Fjallabaki var friðlýst árið 1979 vegna einstakrar náttúru og jarðminja. Markmið með gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Friðland að Fjallabaki er að fjalla um markmið verndunar svæðisins og hvernig stefnt skuli að því að viðhalda verndargildi þess. Leiðarljós áætlunarinnar er að varðveita einstök náttúruverðmæti friðlandsins, víðerni og góða upplifun gesta í samráði við hagsmunaaðila svo allir hafi kost á að njóta verðmæta friðlandsins um ókomna framtíð.
12. apríl 2021
Fréttir