Unglingum sem áhuga hafa á því að starfa við vinnuskólann á komandi sumri, er hér með bent á að senda inn umsókn á þar til gerðum eyðublöðum sem finna má hér eða á skrifstofu sveitarfélagsins að Suðurlandsvegi 1.
Nú fyrstu vikuna í Júní verður byrjað að tæma rotþrær í Rangárþingi ytra og í ár verður tæmt á svæðinu frá Þykkvabæ og upp með Landvegi og Árbæjarbraut að Hryggjavegi (sjá græna svæðið).
Atvinnu- og menningarmálanefnd Rangárþings ytra leitar eftir áhugasömum einstaklingi, fyrirtæki eða félagasamtökum innan sveitarfélagsins til að skipuleggja og sjá um 17. júní hátíðarhöldin á Hellu 2021.
18 keppendur hófu keppni í 2 flokkum. keppnin var æsispennandi og var í beinni útsendingu á motorsport.is. um 3000 manns fylgdust með streyminu hjá snillingunum í Skjáskot sem sá um að koma öllu heim í stofu til þeirra sem fylgdust með.
Matjurtagarðar til afnota fyrir íbúa Rangárþings ytra!
Rangárþing ytra vill vekja athygli á að austan megin við Síkið við Gunnarsholtsveg geta áhugasamir íbúar sér að kostnaðarlausu afmarkað sér reit og ræktað grænmeti. Sveitarfélagið sér um tætingu reitanna.