Fræðsluhringur um Hellu í vinnslu

Rangárþing ytra fékk styrk frá EBÍ (Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands) til þess að láta vinna og setja upp skilti sem á endanum er hugsunin að geti orðið einskonar fræðsluhringur um Hellu. Markmiðið með fræðsluhringnum er að auka vitund íbúa og gesta okkar um það samfélag sem við búum í, hvernig það varð til og hvernig það þróaðist.

Leiðin yrði vörðuð með reglulegum skiltum um atvinnulíf, samgöngur, fræðslu- og menningarmál. Í þessari atrennu yrðu sett upp allt að fjögur skilti og langar okkur að því verði lokið fyrir Töðugjöld sem haldin verða 13.-15. ágúst.

Við leitum hér til íbúa um hvaða staði á Hellu áhugaverðast væri að fjalla um í þessu verkefni og tekur svo nefndin ákvörðun í framhaldi, 

Hægt er að setja tillögur um staði sem komment við þessa færslu eða senda mér á eirikur@ry.is,

f.h. Atvinnu-, jafnréttis- og menningarmálanefndar

Eiríkur Vilhelm Sigurðarson
Markaðs- og kynningarfulltrúi
Rangárþingi ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?