Lið Byko f.v. Sævar Örn Sigurvinsson, Herdís Rútsdóttir, Árni Sigfús Birgisson, Elin Holst, Brynja A…
Lið Byko f.v. Sævar Örn Sigurvinsson, Herdís Rútsdóttir, Árni Sigfús Birgisson, Elin Holst, Brynja Amble Gísladótir og Maju Varis.

Suðurlandsdeildin í hestaíþróttum fór fram í Rangárhöllinni í vetur og var þetta fimmta tímabil sem keppt var í Suðurlandsdeild. Í ár voru 14 lið skráð til leiks og samtals 84 knapar, deildin er því sú stærsta á Íslandi. Það sem einkennir Suðurlandsdeildina er það að hvert lið er skipað atvinnu- og áhugamönnum sem mynda saman lið.

Eftir algjörlega magnaðan vetur þá lauk fimmta tímabili Suðurlandsdeildarinnar nú í gærkvöldi þar sem keppt var í tölti og skeiði. Það var lið Byko sem hlaut flest stig eftir veturinn en liðið halaði inn 371 stigi, í öðru sæti var lið Árbæjarhjáleigu/Hjarðartúns með 321 stig og Kvistir í því þriðja með 292 stig. Lið Smiðjunnar Brugghús og Húsasmiðjunnar komu þar rétt á eftir.

Sæti Lið Stig
1 Byko 371
2 Árbæjarhjáleiga/Hjarðartún 321
3 Kvistir 292
4 Smiðjan Brugghús 288
5 Húsasmiðjan 283
6 Krappi 267
7 Fet/Þverholt 265
8 Vöðlar/Snilldarverk/Sumarliðabær 261
9 Efsta-Sel 239
10 Toltrider 212
11 Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð 201
12 Hekluhnakkar 199
13 Kjarr 147
14 Káragerði/Lokarækt 112

 

En í kvöld var keppt í skeiði og tölti. Það var lið Húsasmiðjunnar sem sigraði liðakeppni skeiðsins enda lentu liðsmenn þeirra í 1. Sæti í flokki atvinnumanna og 3. Sæti í flokki áhugamanna. Í flokki áhugamanna var það Aasa Ljungberg á Rangá frá Torfunesi sem fór hraðast á tímanum 8,21 sek, Aasa keppir fyrir lið Vöðla/Snilldarverks/Sumarliðabæjar. Í flokki áhugamanna var það Sigursteinn Sumarliðason á Krókus frá Dalbæ sem fór hraðast á tímanum 7,76 sek, Sigursteinn keppir fyrir lið Húsasmiðjunnar.

Efstu sex í hvorum flokki fyrir sig má sjá hér að neðan:

Úrslit atvinnumanna

Sæti Knapi Hestur Tími Lið
1. Sigursteinn Sumarliðason Krókus frá Dalbæ 7,76 Húsasmiðjan
2. Sæmundur Þorbjörn Sæmundsson Seyður frá Gígjarhóli 7,91 Kvistir
3. Benjamín Sandur Ingólfsson Fáfnir frá Efri-Rauðalæk 7,97 Káragerði/Lokarækt
4. Hans Þór Hilmarsson Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði 8,36 Árbæjarhjáleiga/Hjarðartún
5. Jóhann Kristinn Ragnarsson Þórvör frá Lækjarbotnum 8,45 Vöðlar/Snilldarverk/Sumarliðabær
6. Ólafur Andri Guðmundsson Heiða frá Skák 8,75 Fet/Þverholt

 

Úrslit áhugamanna

Sæti Knapi Hestur Tími Lið
1. Aasa Elisabeth Emelie Ljungberg Rangá frá Torfunesi 8,21 Vöðlar/Snilldarverk/Sumarliðabær
2. Vilborg Smáradóttir Klókur frá Dallandi 8,25 Smiðjan Brugghús
3. Katrín Sigurðardóttir Glóra frá Skógskoti 8,54 Húsasmiðjan
4. Árni Sigfús Birgisson Árdís frá Stóru-Heiði 8,57 Byko
5. Elín Hrönn Sigurðardóttir Snilld frá Skeiðvöllum 8,92 Fet/Þverholt
6. Sanne Van Hezel Nn frá Melbakka 9,11 Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð

Í tölti voru mörg gríðarlega sterk hross skráð til leiks og úrslitin eftir því! Lið Árbæjarhjáleigu/Hjarðartúns sigraði liðakeppni tölts en liðsmenn þeirra lentu í 2. og 4. Sæti í flokki atvinnumanna og 9. og 15. Í flokki áhugamanna. Í flokki áhugamanna var það Elín Hrönn Sigurðardóttir á Dáð frá Feti sem sigraði með einkunnina 7,17, Elín keppir fyrir lið Fet/Þverholts. Í flokki atvinnumanna var það Lea Schell á Silfá frá Húsatóftum 2a sem stóð efst með einkunnina 7,94, Lea keppir fyrir lið Krappa.

Efstu sex í hvorum flokki fyrir sig má sjá hér að neðan:

Úrslit atvinnumanna

Sæti Knapi Hestur Einkunn Lið
1. Lea Schell Silfá frá Húsatóftum 2a 7,94 Krappi
2.-3. Hekla Katharína Kristinsdóttir Lilja frá Kvistum 7,5 Árbæjarhjáleiga/Hjarðartún
2.-3. Sigurður Sigurðarson Rauða-List frá Þjóðólfshaga 7,5 Krappi
4.-5. Hans Þór Hilmarsson Tónn frá Hjarðartúni 7,39 Árbæjarhjáleiga/Hjarðartún
4.-5. Sigursteinn Sumarliðason Skráma frá Skjálg 7,39 Húsasmiðjan
6. Benjamín Sandur Ingólfsson Mugga frá Leysingjastöðum 7,33 Káragerði/Lokarækt

 

Úrslit áhugamanna

Sæti Knapi Hestur Einkunn Lið
1. Elín Hrönn Sigurðardóttir Dáð frá Feti 7,17 Fet/Þverholt
2. Katrín Sigurðardóttir Ólína frá Skeiðvöllum 7,06 Húsasmiðjan
3. Sævar Örn Sigurvinsson Huld frá Arabæ 7 Byko
4. Vilborg Smáradóttir Dreyri frá Hjaltastöðum 6,78 Smiðjan Brugghús
5. Hermann Arason Gullhamar frá Dallandi 6,7 Efsta-Sel
6. Renate Hannemann Stormur frá Herríðarhóli 6,44 Kvistir

 

Öll nánari úrslit má nálgast í Kappa appinu (LH Kappi).

Við viljum þakka þeim fjölmörgu styrktaraðilum sem studdu keppnina í vetur fyrir sinn stuðning, einnig viljum við þakka liðum fyrir frábæra samvinnu og Alendis TV fyrir að streyma þessu öllu til alheimsins!

Sjáumst fersk að ári!

Takk fyrir okkur

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?