Rotþróartæmingar í Rangárþingi ytra 2021

Rotþróartæmingar í Rangárþingi ytra 2021

Nú fyrstu vikuna í júní verður byrjað að tæma rotþrær í Rangárþingi ytra og í ár verður tæmt á svæðinu frá Þykkvabæ og upp með Landvegi og Árbæjarbraut að Hryggjavegi (sjá græna svæðið).

Mikilvægt er að aðgengi að rotþróm sé gott á svæðinu og einnig að rotþróin sé vel merkt.

Gott er að hafa í huga:

  • Að seyrubíll komist að rotþró vegna trjágróðurs, klippa / grisja ef þarf.
  • Aðgengi að rotþrónni sé gott og stútur sjáist vel, merkja með flaggi td.
  • Stútur þarf að lágmarki vera 110mm
  • Ekki er hægt að tæma rotþrær ef læst hlið eru á leiðinni.

Hægt er að sjá stöðu losunar á kortasjá Rangárþings ytra (www.map.is/ry) með því að fara á meðfylgjandi slóð og haka í veitur, rotþrær og tæmingarsvæði.

Öllum fyrirspurnum er svarað í s: 4875284 eða á ry@ry.is

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?