Frá sveitarstjóra
Senn líður í aldanna skaut einstakt ár í lífi okkar allra – árið þegar hægðist á öllu, árið þegar við fengum Ísland aftur út af fyrir okkur – árið þegar við vorum mikið heima og fórum eiginlega ekki neitt. Í rauninni ekki að öllu leyti slæmt ef ekki hefði verið þessi farsótt líka með heilsubresti hjá fjölda fólks um veröld alla og aðrir fylgifiskar í formi tímabundinna erfiðleika í atvinnulífi – sérstaklega ferðaþjónustu. Líklega hvarflaði ekki að neinu okkar að við myndum upplifa svona tíma. En þeir eru sannarlega lærdómsríkir.
18. desember 2020
Fréttir