Eiður Kristinsson og Anna Björg Stefánsdóttir
Eiður Kristinsson og Anna Björg Stefánsdóttir
Í Hrólfsstaðahelli í Landsveit hafa Eiður Kristinsson og Anna Björg Stefánsdóttir komið sér upp aðstöðu til kjötvinnslu þar sem þau fullvinna vörur að mestu úr eigin ræktun.
 
Þar hafa þau framleitt ferskt, reykt og grafið lamba- og hrossakjöt síðustu átta ár. Þeirra sérstaða felst í hangikjöti, hrossabjúgum og hrossasaltkjöti. Ásamt því framleiða þau reykta og grafna lamba- og hrossavöðva.
 
Framleiðsla og sala hefur gengið mjög vel undanfarin ár og einfaldlega selst allt sem framleitt er.
 
Vörurnar selja þau beint frá býli og á jólamörkuðum á Höfuðborgarsvæðinu.
 
Til þess að nálgast vörur Hellisbúans er best að hafa samband í s: 8612290/8940590 á netfanginu hellir@hellir.is eða í gegnum Facebook síðuna
 
Fleiri fréttir og umfjallanir um fyrirtæki í Rangárþingi ytra má nálgast í nýjasta fréttabréfi sveitarfélagsins.

 

Fleiri myndir má nálgast á Facebook síðu Rangárþings ytra.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?