Auglýsing um skipulagsmálí Rangárþingi ytra samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum
Auglýsing um nýtingu lands og landsréttinda innan þjóðlendu
Sveitarfélagið Rangárþing ytra auglýsir eftir aðilum til að nýta lóðir innan Rangárvallaafréttar. Lóðirnar sem um ræðir eru í Hungurfitjum, í Króki, við Álftavatn og í Hvanngili. Á flestum lóðanna eru afréttarskálar í einkaeigu og skálar í eigu félagasamtaka. Aðrir umsækjendur en núverandi eigendur verða því að gera ráð fyrir að þurfa að leysa til sín skálana ef af úthlutun lóða verður. . .
Rangárþing ytra auglýsir eftir iðnaðarmanni eða aðila með góða reynslu úr tæknigeiranum til tímabundinna starfa í sumar. Í starfinu fellst að sinna verkefnum fyrir skipulags- og byggingarfulltrúa s.s. úttektum og eftirliti á byggingastað, GPS mælingum og öðrum tilfallandi verkefnum skv. fyrirmælum Skipulags- og byggingarfulltrúa. . .
Tilvalið er að skella sér í sund um páskana á Hellu en sundlaugin á Hellu er opin frá kl. 12:00 - 18:00 alla daga. Lokað er á Laugalandi. Eftir páska tekur svo við hefðbundin opnun.
FUNDARBOÐ
36. fundur sveitarstjórnar Rangárþings ytra
verður haldinn að Suðurlandsvegi 1-3, 12. apríl 2017 og hefst kl. 12:30
Dagskrá:
Almenn mál
1. 1704009 - Ársreikningur 2016
Ársreikningur Rangárþings ytra fyrir árið 2016 til fyrri umræðu.
10. apríl 2017
Ágúst Sigurðsson, Sveitarstjóri.
Ungmennaþing var haldið í fyrsta skipti í Rangárþingi ytra á dögunum. Það var Ungmennaráð Rangárþings ytra sem heldur Ungmennaþingið. Ungmennaþing eru haldin til þess að gefa ungu fólki tækifæri til þess að koma sínum skoðunum á framfæri er varða málefni sveitarfélagsins.
Ræðum um helstu málefni í Rangárþingi ytra – mætið og látið hugmyndir og skoðanir ykkar í ljós. Fyrirlestur um jákvæðni í gegn um Lífið, með Eddu Björgvins. Ungmennaráð Árborgar segir frá sínu starfi.
Áður en sveitastjórnir Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps taka tillögu að deiliskipulagi Hvammsvirkjunar til afgreiðslu er hún hér kynnt íbúum og öðrum hagsmunaaðilum. Framkvæmdasvæði Hvammsvirkjunar er í báðum sveitarfélögunum. Nánar. . .
Það var skemmtilegt stemmning sem myndaðist við styttu Sæmundar fyrir framan Háskóla Íslands í gær þegar Sæmundarstund var haldin á vorjafndægri. Á Sæmundarstund var tilkynnt um að Vigdís Finnbogadóttir fyrrv. forseti er verndari Oddafélagsins. Er það geysilegur heiður fyrir félagið og ómetanlegt. . .