Rangárþing ytra auglýsir eftir iðnaðarmanni eða aðila með góða reynslu úr tæknigeiranum til tímabundinna starfa í sumar.
Í starfinu fellst að sinna verkefnum fyrir skipulags- og byggingarfulltrúa s.s. úttektum og eftirliti á byggingastað, GPS mælingum og öðrum tilfallandi verkefnum skv. fyrirmælum Skipulags- og byggingarfulltrúa.
Næsti yfirmaður er Skipulags- og byggingarfulltrúi.
Helstu verkefni:
- Áfangaúttektir á byggingarstað
- GPS innmælingar og útsetningar
- Afleysingar í Þjónustumiðstöð
Hæfniskröfur:
- Iðnmenntun á byggingasviði er kostur en ekki skilyrði
- Þekking og reynsla af GPS mælitækni æskileg
- Hæfni í mannlegum samskiptum mjög mikilvæg
Laun skv. Kjarasamningi Sambands ísl. Sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Rangárþings ytra.
Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og greinargerð þar sem fram kemur ástæða umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Umsóknarfrestur er til og með. 20. apríl 2017.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst að loknu ráðningarferlinu.
Nánari upplýsingar um starfið veita sveitarstjóri og skipulags- og byggingarfulltrúi í síma 488-7000 á skrifstofutíma.