Skráning stendur yfir í Tónlistarskóla Rangæinga

Skráning stendur yfir í Tónlistarskóla Rangæinga

Skráning stendur yfir fyrir skólaárið 2017-2018. Kennt verður á eftirfarandi hljóðfæri: Blokkflautu, fiðlu, selló, gítar, harmonúki, klarínettu, einsöng, píanó, rafgítar, rafbassa, saxafón, Suzukiblokkflautu, Suzukiselló, Suzukipíanó, trommur og þverflautu. Skráningu lýkur 26. maí.
readMoreNews
Ársreikningur 2016 staðfestur í sveitarstjórn

Ársreikningur 2016 staðfestur í sveitarstjórn

Ársreikningur Rangárþings ytra fyrir árið 2016 var tekinn til seinni umræðu í sveitarstjórn Rangárþings ytra 10. maí 2017 og samþykktur samhljóða. Rekstrarniðurstaða var jákvæð um 187.073.000 kr. sem er verulega betra en áætlanir gerðu ráð fyrir.
readMoreNews
Fundarboð sveitarstjórnar

Fundarboð sveitarstjórnar

37. fundur sveitarstjórnar Rangárþings ytra verður haldinn að Suðurlandsvegi 1-3, 10. maí 2017 og hefst kl. 15:00. Fulltrúar ungmennaráðs eru gestir fundarins undir lið 4.
readMoreNews
Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún kom færandi hendi og færði sveitarfélaginu bækurnar að gjöf.

Nýtt ritverk um Veiðivötn á Landmannaafrétti

Út er komið ritverkið Veiðivötn á Landmannaafrétti. Bókin fjallar um svæðið sem er á milli Þjórsár og Vatnajökuls – norður fyrir Köldukvísl og suður á afrétti Skaftártungumanna og Landmanna. Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún er höfundur meginefnis. Ritverkið sem er tvö bindi er hin vandaðasta og prýtt fjölda fallegra mynda.
readMoreNews
Netaveiðiréttur laus til umsóknar

Netaveiðiréttur laus til umsóknar

Rangárþing ytra auglýsir netaveiðrétt fyrir jarðirnar Merkihvoll, Réttarnes og Nefsholt II í Veiðivötnum lausan til umsóknar. Um er að ræða veiðirétt næstu þrjú veiðitímabil, þ.e. fyrir árin 2017 til og með 2019.
readMoreNews
Vortónleikar Kvennakórsins Ljósbrár ásamt Guðrúnu Gunnarsdóttur.

Vortónleikar Kvennakórsins Ljósbrár ásamt Guðrúnu Gunnarsdóttur.

Eftir vel heppnaða utanlandsferð í vor urðum við Ljósbrárkonur heimakærar og er því lagavalið frekar þjóðlegt að þessu sinni. Aðaláhersla okkar á þessum tónleikum er tileinkuð hinni dáðu söngkonu Ellý Vilhjálms. Ellý heillaði flesta með söng sínum og heillandi framkomu. Við fengum aðra dáða söngkonu til liðs við okkur en hún hefur heiðrað minningu Ellýar og sungið lög hennar eins og henni einni er lagið. Þessi söngkona er engin önnur en Guðrún Gunnarsdóttir og erum við Ljósbrárkonur upp með okkur að hafa fengið hana til liðs við okkur. Guðmundur Eiríksson mun leiða okkur í söng líkt og áður ásamt því að spila undir á píanó. Smári Kristjánsson spilar á bassa, Rúnar Þór Guðmundsson á trommur, Guri Hilstad Olason, SIlvia Rossel og Aníta Þorgerður Tryggvadóttir á blásturshljóðfæri. Vortónleikar Kvennakórsins Ljósbrár ásamt Guðrúnu Gunnarsdóttur. Guðríðarkirkja Grafarholti fimmtudagskvöldið 27. apríl kl. 20:00 Hvoll, Hvolsvelli föstudagskvöldið 28. apríl kl. 20:00.
readMoreNews
Sumarstarf - Íþróttamiðstöðin Hellu og Laugalandi

Sumarstarf - Íþróttamiðstöðin Hellu og Laugalandi

Starfsfólk vantar fyrir sumarið 2017. Um er að ræða vaktavinnu og helgarstörf. Umsækjandi þarf að vera orðin 18 ára, standast hæfnispróf sbr. öryggisreglugerð fyrir sundstaði eiga gott með að umgangast börn og unglinga, hafa góða þjónustulund og vera stundvís.
readMoreNews
Afmælistónleikar nemenda Tónlistarskóla Rangæinga!

Afmælistónleikar nemenda Tónlistarskóla Rangæinga!

Tónlistarskóli Rangæinga fagnar 60 ára starfsafmæli skólaárið 2016 – 2017. Af því tilfeni heldur skólinn nú aðra afmælistónleika sína á skólaárinu. Á þessum síðari afmælistónleikum koma fram nemendur skólans.
readMoreNews
Rangárljós - opið hús í Miðjunni

Rangárljós - opið hús í Miðjunni

Næsta laugardag, 29 apríl, verður opið hús með þjónustuveitum í Miðjunni (2. hæð) á Hellu milli kl. 10-12. Þar munu helstu þjónustuveitur kynna framboð sitt inn á hið nýja ljósleiðarkerfi Rangárljóss.
readMoreNews
Fundarboð byggðarráð

Fundarboð byggðarráð

FUNDARBOÐ 35. fundur byggðarráðs Rangárþings ytra verður haldinn að Suðurlandsvegi 1-3, 26. apríl 2017 og hefst kl. 15:
readMoreNews