Auglýsing um skipulagsmál

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra (Sett inn 11.11.2024)

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028.

Minnivallanáma. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13.11.2024 tillögu að breytingum á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 fyrir efnistökusvæðið í Minnivallanámu, E30. Framkvæmdin felst í áframhaldandi efnistöku sem nemur allt að 90.000 m³, en til þess þarf að stækka afmörkun námunnar. Með breytingunni stækkar efnistökusvæðið úr 1,0 ha í 6,8 ha, með allt að 90.000 m3 efnistöku. Efnistaka hefur verið stunduð í námunni í áratugi og áætlað er að um 20.000 m³ af efni hafi verið teknir úr námunni á um 1,4 ha svæði en skv. gildandi aðalskipulagi er heimilt að vinna allt að 50.000 m³ . Því er verið að auka efnistökuheimild um 40.000 m³.

Skipulagsgögn má nálgast hér. 

Hallstún L165088. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13.11.2024 tillögu að breytingum á landnotkun jarðarinnar Hallstúns L165088 ásamt heimild til að leggja fram nýtt deiliskipulag í kjölfarið. Svæðin sem breytingin nær til eru Hallstún (L165088), Hallstún land (L203602) og Hallstún land (203908). Heildarstærð svæðanna er 34,3 ha. Frístundabyggð F72 er skilgreind á hluta Hallstúns og Hallstúni landi (203602). Fyrirhugað er að sameina jarðirnar og byggja þar upp til fastrar búsetu þar sem stundaður verður landbúnaður og atvinna tengd hestamennsku. Gert er ráð fyrir að fella út F72 svo að allt skipulagssvæðið verði landbúnaðarsvæði að nýju.

Skipulagsgögn má nálgast hér. 

Oddspartur Loki. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 11.9.2024 tillögu að breytingum á landnotkun jarðarinnar Oddsparts Loka í Þykkvabæ þar sem fyrirhugað er að breyta landnotkun á hluta svæðisins í verslunar- og þjónustusvæði. Fyrir er veitingastaður og tvenn kúluhús til útleigu innan skikans. Áform eru um áframhaldandi uppbyggingu innan svæðis, þá allt að 15 kúluhús og tvenn þjónustuhús. Einnig er gert ráð fyrir 5 stærri húsum til útleigu fyrir gesti.

Skipulagsgögn má nálgast hér. 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Heimahagi, Rangárþingi ytra, Deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 11.12.2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Heimahaga. Áform eru um uppbyggingu fyrir allt að 30 frístundahús þar sem lóðastærðir verði á billinu 0,5 – 1,0 ha að jafnaði. Gert verði ráð fyrir að landnotkun í aðalskipulagi verði breytt samhliða en landið er skráð landbúnaðarsvæði í dag en breytist í frístundasvæði og fengi merkinguna F83 í greinargerð. Aðkoman er skilgreind frá Árbæjarvegi nr. 271.

Uppdrátt má nálgast hér. 

Greinargerð má nálgast hér. 

Hallstún L165088, Rangárþingi ytra, Deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 11.12.2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Hallstún L165088. Landeigandi hefur fengið heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi af jörð sinni og hefur breyting á landnotkun í aðalskipulagi tekið mið af því. Fyrirhugað er að sameina jarðirnar og byggja þar upp til fastrar búsetu þar sem stundaður verður landbúnaður og atvinna tengd hestamennsku. Gert er ráð fyrir að fella út F72 svo að allt skipulagssvæðið verði landbúnaðarsvæði að nýju. Aðkoma að skipulagssvæðinu er af Landvegi (26) um heimreið Hallstúns. Kvöð er um aðkomu um heimreið að Hallstúni 2.

Uppdrátt má nálgast hér. 

Greinargerð má nálgast hér. 

Lúnansholt III og IV, Rangárþingi ytra, Breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 11.12.2024 að auglýsa tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Lúnansholt III og IV en birting þess var auglýst í B-deild stjórnartíðinda 7.4.2014. Svæðið sem áður var skilgreint sem frístundabyggð verður skilgreint sem íbúðarbyggð skv. breytingu á aðalskipulagi. Helstu breytingar eru þær að byggingarreitir á öllum lóðum eru stækkaðir til þess að veita meira svigrúm um staðsetningu bygginga innan reita, nýtingarhlutfall hækkar í samræmi við breytingu á landnotkun í aðalskipulagi og verður 0,05, hámarks byggingamagn getur þó aldrei orðið meira en 1.500 m2 og að auki verðu gerð er sér lóð utan um gamla hlöðu og fjárhús sem liggur í jaðri lóðar D2, samhliða minnkar stærð lóðar D2. Aðkoman er af Landvegi 26 um aðkomuveg innan svæðis.

Skipulagsgögn má nálgast hér. 

Búð 3, L236437, Rangárþingi ytra, Deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 11.12.2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Búð 3 þar sem gert verði ráð fyrir 5 byggingareitum. Gert verði ráð fyrir byggingu íbúðarhúss á fyrsta reitnum næst Háfsveginum og sumarhúsa og tengdum byggingum á hinum. Aðkoman er af Háfsvegi (2995).

Skipulagsgögn má nálgast hér. 

Reiðholt 2, Rangárþingi ytra, Deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 11.12.2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Reiðholt 2, lóð úr landi Meiri-Tungu 2. Deiliskipulag fyrir Reiðholt 2 (landnr. 237137) tekur til afmörkunar 3 ha landspildu til fastrar búsetu undir byggingarreiti fyrir tvö íbúðarhús, tvö gestahús og skemmu. Innan lóðar er heimilt að byggja allt að 900 m2 í samræmi við byggingarheimildir á landbúnaðarlandi. Aðkoman er af Suðurlandsvegi (1) um aðkomuveg að Reiðholti (2827).

Skipulagsgögn má nálgast hér. 

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu, í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, www.skipulagsgatt.is og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 29. janúar 2025.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Har. Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?