
Á íbúafundi um atvinnumál sem haldin var 23. mars s.l. voru bornar upp nokkrar spurningar á staðnum, ZOOM og facebook sem svarað var á fundinum að einhverju leyti. Líkt og gert hefur verið á síðustu fundum þá eru spurningarnar teknar saman ásamt svörum og þær birtar á heimasíðu sveitarfélagsins.
Frétt og samantekt frá fundinum má nálgast hér.
Ef svör vantar við einhverjum spurningum þá ekki hika við að senda okkur tölvupóst á ry@ry.is .
Svar: Samkvæmt lögum um gatnagerðargjöld nr. 153/2006 þá er sveitarfélögum leyfilegt, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, að gefa slíka afslætti af einstökum lóðum. Sveitarstjórn er heimilt að lækka eða fella niður gatnagerðargjald af einstökum lóðum í sveitarfélaginu við sérstakar aðstæður, svo sem vegna þéttingar byggðar, atvinnuuppbyggingar, lítillar ásóknar í viðkomandi lóð eða eftirspurnar eftir leiguhúsnæði. Nú eru t.d í gildi hjá Rangárþingi ytra sérstök afsláttarkjör ef byggingarmagn fer yfir 1.000 m² að þá er veittur 25% afsláttur af gatnagerðargjaldi þess hluta og fari byggingarmagn umfram 2.000 m² þá er veittur 50% afsláttur af gatnagerðargjaldi þess hluta.
Svar: Sveitarfélagið hefur fagnað fyrirhuguðum framkvæmdum við Hvammsvirkjun enda fylgja þeim miklar framfarir í samgöngumálum með nýrri brú yfir Þjórsá á móts við Árnes. Með þessari nýju samgöngubót skapast mikil tækifæri í m.a. í verslun og þjónustu á svæðinu auk þess sem greið leið opnast fyrir aðföng og sölu á heitu og köldu vatni. Stefna sveitarfélagsins í orku- og auðlindamálum kemur fram í endurskoðuðu Aðalskipulagi sveitarfélagsins frá 2019. Frekari útfærsla væri þó sannarlega áhugaverð þ.m.t. hugmyndir um iðngarða og nýsköpunarsetur.
Vísað er til yfirlýsingar frá byggðarráði Rangárþings ytra sem skráð er í fundargerð frá 25. mars og birtist í fjölmiðlum. Þar er staða málsins skýrð út frá sjónarhóli sveitarfélagsins. [hlekkur á yfirlýsingu]
Svar: Jú svo sannarlega mikilvægar upplýsingar sem við munum vinna með.
Svar: Já þegar hefur verið sótt um þessa styrki.
Rafmagn: Flutningsgeta og afhendingaröryggi og þýðing nýs rafstrengs frá Kálfholti að Hellu.
Svar: RARIK þjónustar með rafmagn í sveitarfélaginu. Ef íbúar verða varir við rafmagnstruflanir eða að rafmagnsgæði séu ekki ásættanleg þá er best að tilkynna það beint á síðu RARIK. Slóðina má nálgast hér. Nýjum rafstreng sem verið er að leggja frá Kálfholti að Hellu er ætlað að mæta aukinni orkuþörf í Rangárvallasýslu, Vestur-Skaftafellssýslu og Vestmannaeyjum.
Svar: Markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings ytra vinnur í samstarfi við Markaðsstofu Suðurlands í gegnum svokallaðan Faghóp markaðsstofunnar sem hittist á tveggja mánaða fresti ásamt því að vera í reglulegu samtali um hin ýmsu verkefni. Jafnvægisásinn er verkefni á vegum ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og er alfarið unnin á vegum hennar ráðuneytis. Jafnvægisás er mælitæki til að meta reglulega áhrif ferðaþjónustu á umhverfið, innviði, samfélag og efnahag landsins.
Svar: Hið öfluga ljósleiðaranet í Rangárþingi ytra er svo sannarlega til stuðnings markaðssetningar á sveitarfélaginu sem ákjósanlegs svæðis til búsetu og reksturs fyrirtækja. Öllum hugmyndum um hvernig megi nýta þetta okkur til framdráttar er fagnað.
Svar: Eins og fram kemur í yfirlýsingu frá byggðarráði Rangárþings ytra frá 25. mars s.l. þá hafa fulltrúar sveitarfélagsins og fulltrúar fasteignafélags Miðjunnar átt í stöðugum samskiptum við fulltrúa Samkeppniseftirlitsins (SKE) og Festi hf s.l. 2 ár. Allar aðgerðir sveitarfélagsins og fasteignafélagsins hafa gengið út á að tryggja góða niðurstöðu í málinu fyrir íbúa í Rangárþingi ytra. Fulltrúar sveitarfélagsins hafa þannig ítrekað bent Festi hf og SKE á að til að uppfylla s.k. sátt Festi hf og SKE þá beri Festi hf að sjá til þess að selja verslun sína á Hellu til aðila sem hafa nægjanlegt afl til að veita verulega samkeppni í dagvöruverslun í Rangárvallasýslu til lengri tíma. Lengi vel sinnti Festi hf ekki þessari kröfu sáttarinnar en nú síðustu vikurnar hefur þetta breyst og Festi hf vinnur nú að því að selja Kjarvalsverslun sína á Hellu til einhvers af aðalkeppninautum sínum á landsvísu. Þeir eru í rauninn einungis þrír og það mun væntanlega skýrast á næstu dögum hver verður fyrir valinu.
Svar: Nýr rekstraraðili mun að öllum líkindum taka við matvöruverslun á Hellu frá og með 1. maí n.k. Ekki er þó útilokað að Festi hf muni óska eftir að framlengja leigusamning sinn við fasteignafélag Miðjunnar tímabundið í stuttan tíma á meðan kaupin ganga yfir. Fulltrúar sveitarstjórnar Rangárþings ytra og fasteignafélags Miðjunnar hafa undanfarin tvö ár beitt sér af alefli til að tryggja hagsmuni íbúa Rangárþings ytra í þessu máli. Meðal annars átt í beinum viðræðum við samkeppnisaðila Festi hf. Vonir standa til að niðurstaðan verði eins hagfelld og frekast er kostur fyrir íbúa Rangárþings ytra.
Spurningin er frekar snúin því ef fyrirtæki eru ekki með heimilsfesti í sveitarfélaginu, þá eru þau ekki skráð í sveitarfélaginu sérstaklega. Um fyrirtæki gildir skráning í Fyrirtækjaskrá á vegum Skattsins. Fyrirtæki skilja fyrst og fremst eftir sig staðbundnar tekjur til sveitarfélags í formi fasteignagjalda og þjónustugjalda, s.s. vegna sorphirðu. Þær tekjur sveitarfélags eru óháðar heimilisfesti fyrirtækis. Aðrar skatttekjur, s.s. staðgreiðsla af launum, skattgreiðslur vegna hagnaðar eða fjármagsntekjuskattur rennur til ríkissjóðs. Útsvar af launum rennur til sveitarfélagsins en fer eftir heimilisfesti launþega en ekki fyrirtækis. Því hefur heimilisfesti fyrirtækja mjög takmörkuð áhrif á tekjur sveitarfélaga.
Er vitað hverjar meðaltekjur eru á svæðinu og þá jafnvel í samanburði við önnur svæði landsins ?
Meðal atvinnutekjur í Rangárvallasýslu voru um 85% af meðallaunum á landsvísu skv. atvinnutekjugreiningu Byggðastofnunar frá árinu 2019.
Uppbyggingarsjóður Suðurlands hefur það að markmiði að ljúka afgreiðslu umsókna á 4-5 vikum. Er þá miðað við frá umsóknarfresti og þar til niðurstaða er kunngjörð. Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári.