Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra
Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar lýsingar skipulagsáforma að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028.
Hagi v/Selfjall 2. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum þann 12.júní.2024 að gerð verði breyting á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 þar sem lóðin Hagi v/Selfjall 2 yrði skilgreind sem Verslunar- og þjónustulóð í stað frístundalóðar áður.
Hér má nálgast skipulagslýsinguna
Lýsingin liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is. Jafnframt er hægt að skoða skipulagsgögn og senda inn umsagnir í gegnum rafræna Skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingu og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 28. júní nk.
Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.
Háteigur. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi
Rangárþing ytra hefur samþykkt að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem núverandi landbúnaðarnotkun fyrir lóðina Háteig í Þykkvabæ verði færð í Verslunar- og þjónustunotkun. Gert verði ráð fyrir uppbyggingu á ferðaþjónustu með stækkun íbúðarhúss og byggingu gistihúsa fyrir allt að 25 gesti.
Hér má nálgast greinargerð skipulagsbreytingarinnar
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum
Kotsholt (áður Hagaholt), Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12. júní 2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Kotsholt, sem var áður Hagaholt, L230681. Með deiliskipulagstillögunni mun verða afmarkaður byggingareitur fyrir íbúðarhús, frístundahús, hesthús og skemmu til frístundabúskapar á landareigninni, áætlaður búskapur er hrossabúskapur, skógrækt og matjurtarækt. Til lengri tíma litið eru uppi hugmyndir um að gera býlið að lögbýli enda er landareignin nægilega stór til að standa undir búskap og vel í sveit sett. Aðkoman er af Hagabraut (286) um nýjan veg innan jarðarinnar.
Hér má nálgast skipulagstillöguna
Unhól 1A, lóðir D og E, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12. júní 2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Unhól 1A, lóðir D og E. Gert verði ráð fyrir allt að 30 frístundalóðum á um 30 ha svæði sem skilgreint er sem frístundasvæði í aðalskipulagi. Gert verði ráð fyrir að fylla megi í skurði eða setja ræsi og gert ráð fyrir heimild til útleigu gistingar í flokki I og II. Aðkoman er af Þykkvabæjarvegi nr. 25 og um nýjan aðkomuveg innan jarðar.
Hér má nálgast greinargerð skipulagstillögunnar
Hér má nálgast uppdrátt skipulagstillögunnar
Jarlsstaðir, deiliskipulag (Endurauglýsing)
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12. júní 2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir frístundsvæðið. Um 35 lóðir eru að ræða á u.þ.b. 50 ha svæði Jarlsstaða. Gerðar hafa verið breytingar á afmörkun núverandi frístundasvæðis F74 í aðalskipulagi. Tillagan gerir ráð fyrir rúmum lóðum sem heimilt væri að byggja sumarhús og gestahús / geymslu á hverri lóð. Eftir auglýsingu tillögunnar barst athugasemd frá Skipulagsstofnun um efnisleg atriði greinargerðar sem þarf að lagfæra. Lögð er fram endurbætt tillaga frá ARKÍS dags. 7.2.2020 br. síðast 18.5.2021. Vegna tímaákvæða í skipulagsreglugerð er tillagan lögð fram að nýju til auglýsingar.
Hér má nálgast skýringaruppdrátt skipulagstillögunnar
Hér má nálgast uppdrátt skipulagstillögunnar
Grenjar 2, Breyting á deiliskipulagi
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12. júní 2024 að auglýsa tillögu að breytingum á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið dags. 1.10.2019. Í breytingunni fælist að bætt yrði við einni lóð undir núverandi íbúðarhús og gerð ný aðkoma að upprunalóðinni Grenjum 2. Ekki yrði um breytingar á byggingarheimildum að ræða. Ný lóð fengi heitið Grenjabakki. Aðkoma er af Landvegi 26 og um veg innan Grenjasvæðisins.
Hér má nálgast skipulagstillöguna
Stóru-Skógar, Breyting á deiliskipulagi
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12. júní 2024 að auglýsa tillögu að breytingum á gildandi deiliskipulagi úr Sólstöðum / Klettholti dags. 26.2.2021 m.s.br. Í breytingunni fælist að bætt yrði við byggingareit á lóð Stóru-Skóga L234476 með aðkomu af Árbæjarvegi nr. 271, ásamt því að skipta Stóru-Skógum L230849 upp í fjóra hluta með byggingarheimildum fyrir hverja og eina lóð.
Hér má nálgast skipulagstillöguna
Sigöldustöð, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12. júní 2024 að auglýsa tillögu að breytingum á gildandi deiliskipulagi dags. í nóvember 2022. Vegna fyrirhugaðrar stækkunar og aflaukningar Sigöldustöðvar er þörf á vinnubúðum fyrir verktaka meðan á framkvæmdum stendur. Reiknað er með að þurfi aðstöðu fyrir um 150 manns. Settir verða inn byggingareitir fyrir þær í námu sem er sunnan við Sigöldufoss í Tungnaá. Aðkoma verður um núverandi vegslóða að námunni. Mögulega verður efni úr námunni nýtt í framkvæmdir eða að efni verður haugsett í námunni. Náman verður innan deiliskipulagssvæðis og gerð grein fyrir efnistöku/haugsetningu og frágangi námunnar og svæðisins alls við lok framkvæmda. Einnig verður sett inn vatnsból og vatnsverndarsvæði umhverfis það. Breytingin nær einungis til svæðis innan Rangárþings ytra.
Hér má nálgast greinargerð skipulagstillögunnar
Hér má nálgast yfirlitsuppdrátt skipulagstillögunnar
Hér má nálgast breytingu skipulagstillögunnar
Hér má nálgast gildandi deiliskipulag
Foss L219040, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12. júní 2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Foss á Rangárvöllum L219040. Lóðarhafi að Fossi L219040 hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína eins og til var ætlast við stækkun hennar. Nýtt skipulag tekur til viðhalds núverandi mannvirkja og byggingar nýrra gestahúsa til útleigu. Skoðað verður með stofnun sérstakrar lóðar fyrir gamla húsið og gamla bæjarstæðið. Svæðið er skilgreint sem Afþreyingar- og ferðamannasvæði AF8 í aðalskipulagi. Aðkoman að svæðinu er um Fjallabaksleið syðri (F210)
Hér má nálgast greinargerð skipulagstillögunnar
Hér má nálgast uppdrátt skipulagstillögunnar
Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is. Jafnframt er hægt að skoða skipulagsgögn og senda inn umsagnir í gegnum rafræna Skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is
Frestur til að skila inn athugasemdum er til 26. júlí 2024.
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Haraldur Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra