17. júní hátíðarhöld á Hellu

17. júní hátíðarhöld á Hellu

Hátíðarhöld verða með breyttu sniði í ár vegna COVID-19 veirunnar. Íbúar eru hvattir til að halda upp á daginn með vinum og fjölskyldu, og hafa gaman saman. Íbúar eru einnig hvattir til að setja íslenska fánann út í glugga svo að fjölskyldur geti farið út í gönguferð og talið hversu marga fána þær finna.
readMoreNews
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ - hlaupum saman!

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ - hlaupum saman!

Hið árlega Kvennahlaup verður á sínum stað þann 13. júní á Hellu og þann 17. júní í Þykkvabæ!
readMoreNews
Fundarboð - sveitarstjórn

Fundarboð - sveitarstjórn

24. fundur sveitarstjórnar Rangárþings ytra verður haldinn að Suðurlandsvegi 1-3, 11. júní 2020 og hefst kl. 16:00
readMoreNews
Mynd: Kristborg Þórsdóttir fornleifafræðingur og Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri

Aðalskráningu fornminja í Rangárþingi ytra lokið

Í síðustu viku kom Kristborg Þórsdóttir fornleifafræðingur færandi hendi með tveggja binda áfangaskýrslu um næstsíðasta áfanga fornleifaskráningu í sveitarfélaginu. Í henni er fjallað um minjar á jörðum í efri hluta Landsveitar á um 700 síðum.
readMoreNews
Heklukot fær Grænfánann í fimmta sinn

Heklukot fær Grænfánann í fimmta sinn

Mikil gleði ríkti á leikskólanum Heklukoti í morgun þegar Katrín Magnúsdóttir, verkefnisstjóri Skóla á grænni grein hjá Landvernd afhenti leikskólanum Grænfánann í fimmta sinn. Börnin á leikskólanum voru með fána sem þau höfðu sjálf gert úr trjágreinum og því efni sem þau fundu og gátu endurunnið. Sungu þau síðan nokkur lög í tilefni dagsins sem þau voru búin að æfa.
readMoreNews
Sumarlestrarhvatning fyrir börn í Rangárvallasýslu

Sumarlestrarhvatning fyrir börn í Rangárvallasýslu

Eins og undanfarin ár verður sumarlestrarhvatning á Héraðsbókasafninu. Skráning verður á bókasafninu 2. 3. og 4.júní fyrir öll börn fædd á árunum 2010-2013, gott er að foreldrar eða forráðamenn komi þá með.
readMoreNews
Leikskólinn Heklukot fær Grænfánann afhentan í fimmta sinn

Leikskólinn Heklukot fær Grænfánann afhentan í fimmta sinn

Leikskólinn Heklukot fær Grænfánann afhentan í fimmta sinn föstudaginn 5. júní kl 10. Katrín Magnúsdóttir frá Landvernd kemur og afhendir okkur fánann. Foreldrar og aðrir velunnarar leikskólans eru velkmonir að koma og fagna með okkur.
readMoreNews
Til forráðamanna barna í Vinnuskóla Rangárþings ytra

Til forráðamanna barna í Vinnuskóla Rangárþings ytra

Fyrsti vinnudagurinn verður þriðjudagurinn 2. júní kl. 8:00 og þau eiga að mæta í Selið hjá skólanum. Börn sem eru fædd 2007 vinna frá 8-12 og síðasti vinnudagurinn þeirra verður föstudagurinn 3. júlí 2020.
readMoreNews
Mynd: Sólveig Stolzenwald

Fundarboð - Byggðarráð

24. fundur byggðarráðs Rangárþings ytra verður haldinn Fjarfundur í gegnum ZOOM, 28. maí 2020 og hefst kl. 16:00
readMoreNews
Sandra Rún Jónsdóttir ráðin skólastjóri Tónlistarskóla Rangæinga

Sandra Rún Jónsdóttir ráðin skólastjóri Tónlistarskóla Rangæinga

Á fundi stjórnar Tónlistarskóla Rangæinga 22. maí var tekin ákvörðun um ráðningu í starf skólastjóra Tónlistarskóla Rangæinga sem auglýst var á dögunum. Niðurstaðan var að ráða Söndru Rún Jónsdóttur í starfið og mun hún hefja störf frá og með 1. ágúst 2020.
readMoreNews