Hátíðarhöld verða með breyttu sniði í ár vegna COVID-19 veirunnar. Íbúar eru hvattir til að halda upp á daginn með vinum og fjölskyldu, og hafa gaman saman. Íbúar eru einnig hvattir til að setja íslenska fánann út í glugga svo að fjölskyldur geti farið út í gönguferð og talið hversu marga fána þær finna, ekki ósvipað og þegar bangsar voru settir út í glugga í vor.
Dagskráin í ár verður eftirfarandi:
11:30-12:45 Miðjan Suðurlandsvegi 1-3.
Ísbíllinn kemur og gefur öllum börnum ís.
10. bekkur verður með sína árlegu fjáröflun og selur blöðrur og 17. júní sælgæti.
13:00 -15:00 diskótek í litla salnum í íþróttahúsinu fyrir 1.-4. bekk (árgangar 2014 -2011).
15:00 -17:00 diskótek í litla salnum í íþróttahúsinu fyrir 5.-10. bekk (árgangar 2010 -2005).
Kostar 500 kr. inn á diskótekið. Svali og popp innifalið í verði og sjoppa á staðnum! Diskótekin eru í umsjá 10. bekkjar og hluti af þeirra árlegu fjáröflun.
Fylgstu með Facebook síðu og heimasíðu sveitarfélagsins. Þar verða birt myndbönd með skemmtiatriðum, ávarpi fjallkonu og ræðu nýstúdents!